Íţrótta- og afrekssjóđur Grindavíkur settur á laggirnar

  • Fréttir
  • 23. apríl 2009

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi tillögu íþrótta- og æskulýðsnefndar um stofnun Íþrótta- og afrekssjóðs Grindavíkur. Um breytingu og endurnýjun er að ræða á þessum sjóði sem verður nú í vörslu íþrótta- og æskulýðsnefndar en var áður hjá UMFG. Um er að ræða styrki fyrir landsliðsfólk, titla og þátttöku í mótum erlendis.

Reglugerð Íþrótta- og afrekssjóðs Grindavíkur:
Um styrki til íþróttafólks sem hefur verið valið í landslið Íslands í íþróttagrein sinni gilda eftirfarandi vinnureglur:

A. Sjóðurinn styrkir að jafnaði einungis landsliðsfólk sem er 25 ára eða yngra.
B. Ekki eru veittir styrkir til keppni eða æfinga með landsliðum innanlands.
C. Ef landsliðsfólk þarf að greiða einhvern hluta sjálft af flugfari eða gistingu skal það eiga rétt á styrk að upphæð kr. 30.000.-
D. Ef landsliðsfólk verður fyrir vinnutapi vegna landsliðsferða skal það eiga rétt á styrk að upphæð kr. 20.000.-
E. Landsliðsfólk sem þarf ekki að greiða flug eða gistingu á ekki rétt á styrk úr sjóðnum.
F. Sjóðurinn veitir styrki (viðurkenningar) vegna Íslands- eða bikarmeistaratitla í efstu deildum karla og kvenna í viðkomandi hópíþrótt. Styrkupphæð fyrir Íslandsmeistaratitil er kr. 500.000.- en fyrir bikarmeistaratitil kr. 350.000.-
G. Meistaraflokkar í hópíþróttum sem ná að vinna sig upp um deild eiga rétt á styrk allt að kr. 250.000.
H. Styrki vegna Íslandsmeistaratitils í einstaklingsgreinum skal sjóðurinn greiða til viðkomandi félaga/deilda, kr. 50.000.-, en þó aldrei hærri upphæð en kr. 500.000.-

Um styrki vegna íþróttahópa eða liða vegna keppni erlendis gilda eftirfarandi reglur:
A. Eftirtalin mót eru styrkhæf:
a. Heimsmeistaramót
b. Evrópumót
c. Norðurlandamót
d. Alþjóðleg mót, þar sem viðkomandi lið hefur unnið sér þátttökurétt.
B. Styrkupphæð fer eftir því hve margir leikmenn eru á leikskýrslu t.d. í knattspyrnu alls 16 og í körfuknattleik alls 12. Að auki er heimilt að veita allt að 4 til viðbótar sambærilega styrki. Hámarksupphæð styrkja á hvern einstakling innan liðs skal eigi vera hærri en samþykkt upphæð fyrir landsliðsfólk er hverju sinni (sbr. liður 1 C).
C. Æfingaferðir falla ekki undir reglur sjóðsins.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!