Fjarnám á háskólastigi í Grindavík - frábćr kostur

  • Fréttir
  • 21. apríl 2009

Fjarnám hefur verið vinsæll kostur fyrir þá sem vilja bæta menntun sína. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur haft umsjón með aðstöðu fyrir nemendur sem stunda fjarnám á Suðurnesjum við Háskólann á Akureyri. Grindavíkurbær leggur til aðstöðu svo Grindvíkingar geti stundað námið í heimabæ. Framboð náms við HA er alltaf að aukast og í haust er hægt að hefja fjarnám í grunn- og leikskólafræði, hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun, líftækni, sjávarútvegsfræði, umhverfis- og orkufræði og viðskiptafræði.

Haustið 2008 hófu nokkrir nemendur í Grindavík nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri í fjarnámi. Jóhanna Einarsdóttir og Þórunn Halldóra Ólafsdóttir eru á meðal þeirra. Þær segja þetta mjög góðan kost til þess að bæta menntun sína, fjarfundir hafi gengið mjög vel og þetta sé eins og að sitja í skólastofunni með kennaranum. Þær mæla eindregið með fjarnámi við HA, segja námið mjög vel sett fram og því virkilega góður kostur fyrir Grindavíkinga.

Kynningarfundur verður 28. apríl í Grunnskólanum í Grindavík.
• Kl. 17.00 - Hjúkrunarfræði og iðjuþjálfun.
• Kl. 18.00 - Viðskiptafræði, umhverfis- og orkufræði, líftækni og kennarafræði.

Umsóknarfrestur í fjarnám er 5. júní og er hægt að finna umsóknareyðublað á vefslóðinni www.unak.is. Þeir sem vilja fá upplýsingar um þá aðstöðu sem boðið er upp á geta hringt í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í síma 421 7500.

Á myndinni eru Jóhanna og Þórunn Halldóra á skólabekk í Grindavík, að stunda nám við Háskólann á Akureyri.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!