Athyglisverđ sýning hjá Garđari

  • Fréttir
  • 19. apríl 2009

Garðar Jökulsson opnaði málverkasýningu í Listasal Saltfisksetursins fyrir skömmu. Garðar er fæddur í Reykjavík og hefur alla tíð búið á höfuðborgarsvæðinu. Áhugi hans á myndlist, sér í lagi landslagsmálverkinu, byrjaði snemma og sækir hann efnivið í þessa sýningu í landslag og náttúru Íslands.

Frá árinu 1995 má segja að Garðar hafi helgað sig málverkinu. Hann hélt sína fyrstu sýningu í Blómavali 1984 og síðan hefur hann haldið fjölmargar sýningar; í Ásmundarsal, Listhúsinu við Engjateig, Kringlunni, Domus Medica og Landsbankanum við Laugaveg 77. Honum var ásamt nokkrum öðrum listamönnum boðið að sýna á  ARTEXPO í New York í mars 2007. ARTEXPO er einn af stærri listviðburðum vestanhafs og haldinn árlega.

Sýning Garðars stendur til 4. maí. Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11:00 - 18:00.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir