Auđlindastefna Grindavíkurbćjar ? fjárfesting til framtíđar

  • Fréttir
  • 19. apríl 2009

Auðlindastefna Grindavíkurbæjar var kynnt á íbúafundi í Saltfisksetrinu en þangað mættu um 50 manns. Grindavíkurbær er fyrsta sveitarfélagið á landinu sem gerir auðlindastefnu með þessum hætti. Í haust ákvað bæjarstjórn að fara í stefnumótunarvinnu um nýtingu og verndun auðlinda bæjarfélagsins. Verkfræðistofan Efla var ráðin til þess að vinna yfirsýn yfir stöðu virkjunarmála, jarðhitaréttinda og nýtingar auðlinda til frambúðar í lögsögu Grindavíkur og aðstoða við mótun auðlindastefnu.

Fram kom á íbúafundinum að auðlindir Grindavíkur eru um margt einstakar, hér er stórkostlegt land með jarðhita og miklar náttúruminjar. Núna eru stórfelld áform uppi um nýtingu orku eins og sólarkísilvinnsla og metanólverksmiðja. Lykilatriði sé gott samspil nýtingar og náttúruverndar. Auðlindastefna sé fjárfesting til framtíðar.

Kristinn J. Reimarsson, frístunda- og menningarfulltrúi, var fundarstjóri en Þorsteinn Gunnarsson, upplýsinga- og þróunarfulltrúi, sá um fundarritun. Hér að neðan er samantekt frá íbúaþinginu í Saltfisksetrinu. Þá má nálgast auðlindastefnu Grindavíkurbæjar hér.

Samantekt: Íbúafundur um auðlindastefnu og skipulagsmál, haldinn í Saltfisksetri Íslands, laugardaginn 18. apríl 2009, kl. 10:30 - 12:00:

Kynning: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri:
Með sölu Grindavíkurbæjar á hlut sínum í HS var ljóst að bregðast þyrfti við nýrri stöðu. Ákveðið var að fara í stefnumótunarvinnu sem var löngu tímabær. Ekki er einskorðast við orkunýtinguna eina heldur nýtinguna í landi bæjarins almennt. Þetta er heildstæð yfirsýn varðandi nýtingu og verndun auðlinda. Mikill tími fór í gagnaöflun og úrvinnslu við stefnumótunina enda þarf auðlindastefnan að falla vel inn í aðalskipulag bæjarins.

Forsendur auðlindastefnu Grindavíkurbæjar: Hafsteinn Helgason, verkfræðingur hjá EFLU-verkfræðistofu:
Verkfræðistofan Efla ráðin til að vinna yfirsýn yfir stöðu virkjunarmála, jarðhitaréttinda og nýtingar auðlinda til frambúðar í lögsögu Grindavíkur m.t.t. nýjustu upplýsinga varðandi jarðfræði, lögfræði, viðskiptaþróun og virðismat.

Breytt umhverfi orkuvinnslu í Grindavík. HS var breytt í hlutafélag og bærinn seldi sinn hlut í HS. Ný auðlindalög tóku gildi 2008, andi þeirra laga er að auðlind verði í eigu opinberra aðila. Áform um stórfellda nýtingu jarðhita í lögsögu Grindavíkur til framtíðar.

Búið að rannsaka töluvert mikið á Reykjanesi og þá aðallega HS. Fyrir liggja áform um stórfellda nýtingu jarðhita í lögsögu Grindavíkur.

Hlutverk Grindavíkur vegna nýtingar auðlinda innan lögsögu snýst um eftirlit, varðveislu, skoðun á nýtingu, þekking á jarðfræði, rannsóknir og mat á virði auðlinda fyrir bæjarfélagið.

Nokkuð ljóst að önnur sveitarfélög á landinu munu fylgja fordæmi Grindavíkur og taka upp auðlindastefnu.
Hagsmunir nýtingar aðila og bæjarfélags fara ekki alltaf saman.

Jarðhitavinnsla á Íslandi er langtíma rannsóknarverkefni, verður að fikra sig áfram og fara varlega. Líta á þetta í víðara samhengi. Má ekki gerast að orkufyrirtækin séu að ganga um of á auðlind og eyðileggja hana.

Hagsmunir Grindavíkur eru að ráðstöfun auðlinda séu til allrar framtíðar. Stjórnvöld í Grindavík hverju sinni geta ekki ráðstafað auðlindum án þess að tekið sé tillit til þess hvernig nýtingin fer fram. Þarf að koma skýrt fram að fjárhagslegur, samfélagslegur og annar ávinningur sé tryggður. Á að ganga þannig um auðlindina að hún nýtist í framtíðinni.

Bæjaryfirvöld hafa skipulagsvaldið, veita framkvæmdaleyfi og samþykkja endanlegt umhverfismat og hafa því mikið vald yfir nýtingu auðlindarinnar. Einkaaðilar hafa hagsmuni að gæta og hagsmunir ríkisins skipta máli.

Auðlindir Grindavíkur eru margvíslegar eins og heitt og kalt vatn, heitur og kaldur jarðsjór, jarðgufa, hreint loft, ósnortin náttúra, víðerni, dýralíf á landi, vatn og sjó, vindur, jarðefni og orka/efni í sjó, menning og ýmislegt annað.

Þegar Hafsteinn vann við Suðurstrandarveg sagðist hann hafa átta sig á því hversu gríðarleg auðævi er á svæðinu.

Sá ferðamannaiðnaður sem vex mest er sá sem tengist iðnaði.

Öflug körfuknattleiks- og knattspyrnulið eru mikilvæg í bæjarfélaginu, það verður að hlúa að þessari auðlind. Í íþróttir og menningu þarf fjármagn til. Eiga ekki orkufyrirtækin að styðja við bakið á hreyfingunni með samningum til lengri tíma? spurði Hafsteinn.

Þarf að meta virði auðlinda í lögsögu Grindavíkur, marka stefnu varðandi nýtingu allra auðlinda, meta lagalega stöðu, meta kostnað og tekjur, hvernig Grindavík getur tengst sem mest nýtingu auðlinda í eigin lögsögu.

Grindavíkurbær þarf að stýra nýtingu allra auðlinda í eigin lögsögu. Nýting auðlinda í lögsögu Grindavíkur skal ávallt framkvæmd á forsendum náttúrunnar.

Eldfjallagarður verður hornsteinn auðlindastefnu Grindavíkur sem er afar áhugavert mál. Gæti verið aðdráttarafl fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni.

Mikil ábyrgð sem hvílir á sveitastjórnarmönnum að taka ákvörðun um nýtingu allra auðlinda með framsýnum hætti.

 

Eldfjallagarður: Árni Bragason, náttúrufræðingur hjá EFLU.
Sveitarfélagið er 433 ferkm. að stærð. Fengsælustu fiskmið landsins eru undan landi Grindavíkur, nær frá Reykjanestá og austur í Stóra Kóngsfell sem er 56 km loftlína. Einstök náttúra og jarðfræði á heimsvísu.
Jarðfræðin er einstök. Fjórar gosreinar á Reykjanesskaga. Erum með opna jarðfræðibók. Gossprungan í eldvörpum frá 13. öld, stórkostlegir og heillegir gígar, hraun sem renna umhverfis móbergsfjöllin. Hér eru ýmsar fornleifar, friðlýstar forminjar og margar minjar sem stórkostlegt er að skoða. Jarðsaga svæðisins er þekkt og auðvelt að greina hana.

Árni sýndi frábærar loftmyndir af svæðinu sem endurspegla stórkostlega náttúru á Reykjanesskaga.
Reykjanesfólkvangur að 2/3 í landi Grindavíkur. Árna finnst að Grindavíkingar eiga að færa valdið yfir fólkvanginn til bæjarins en þannig hefur það aldrei verið. Væri hægt að stíga gott skref til að gera starfið í Reykjanesfólkvangi markvissara með því að koma stjórninni til Grindavíkur.

Verndarsvæði í Grindavíkurbæ sem hverfisverndarsvæði nær yfir 85% af landi Grindavíkur. Þegar horft á eldfjallagarða á þessu svæði eru öll þessi fyrirbæri í lögsögu Grindavíkur.

Afstaða landnotkunar ræðst af hefð, tekjumöguleikum og gildismati og er háð tíma og efnahagsástandi.
Grindavíkurbæ dugir að koma með yfirlýsingu um eldfjallagarð því vernd á svæðinu er öflug og þegar fyrir hendi.

Stórkostlegt land með miklar náttúruminjar sem þarf að passa upp á. Því þarf að setja heildstæða áætlun um náttúruvernd, eldfjallagarð, ferðaþjónustu, umhverfismál, staðardagskrá og orkunýtingu.

Áætlunin er stjórntæki þar sem fram kemur stefna og markmið til langs tíma, til 15-20 ára. Framtíðarsýn sem auðveldar stjórnendum umsjón og rekstur svæða.

Eldfjallagarður samþættir þjónustu er tengist auðlindastefnu og byggir á aðalskipulagi Grindavíkur.
Árni lagði fram afar metnaðarfulla hugmynd að auðlindahúsi í Grindavík. Þar yrði blandaður rekstur stjórnsýslu, rannsókna og menntunar. Upplýsingamiðstöð, stjórnsýsla auðlinda, eftirlit og rannsóknir á nýting auðlinda, bókasafn og menningarmiðstöð, safn um jarðvísindi, framhaldsskóli, rannsóknir á vegum Orkustofnunar, Háskóla Íslands, svo dæmi sé tekið.

Jarðfræðiminjar á heimsvísu og mikill nýtanlegur jarðhiti eru í sveitarfélaginu og eldfjallagarður og auðlindahús eiga heima í Grindavík.

Skipulagsmál með tilliti til auðlindastefnu: Ingvar Gunnlaugsson, forstöðumaður Tæknideildar:
Skipulagsmál eru hlutverk sveitarfélagsins. Markmiðin eru skýr. Skipulagið í gildi frá 2002. Fjöldi skipulagsbreytinga síðan þá eru um 60. Reykjanesvirkjun, Svartsengi og Suðurstrandarvegur hafa aðallega orsakað skipulagsbreytingar.

Sveitarstjórn ber ábyrgð á að gert sé aðalskipulag. Auðlindastefna mikilvægt veganesti við endurskoðun aðalskipulags.

Endurskoðun aðalskipulags er hafin, mótun og útfærsla framtíðarsýnar. Vonandi verður hægt að kynna endurskoðunina á haustmánuðum og lokið um áramót.
Mikilvægt að átta sig á auðlindum í landi bæjarins og því er fagnaðarefni að auðlindastefnan hafi verið unnin að undanförnu.

Samantekt: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir:
Erum að fjárfesta til framtíðar og gera okkur í sveitarfélaginu betur fær til að taka meðvitaðar og vel ígrundaðar ákvarðanir sem snerta íbúa og byggð til framtíðar.

Núna eru stórfelld áform uppi um nýtingu orku eins og sólarkísilvinnsla og metanólverksmiðja. Skipulagsvald Grindavíkur er mikið en jafnframt þarf Grindavíkurbær að huga að því að eignast löndin.
Auðlindastefnan styður að sveitafélagið verði gerandi í þessum málum. Þurfum að vera opin fyrir rannsóknum sem eru í gangi. Megum ekki ganga um of á auðlindirnar okkar, ekki skyndigróðahugsun. Ætlum að vera ábyrg í því hvar og hvernig virkjanir eiga að vera.

Eldfjallagarðurinn er mjög spennandi hugmynd, við höfum hér merkilega sögu með tilliti til minja og jarðfræði á heimsvísu.

Þarf að vera gott samspil nýtingar og náttúruverndar. Auðlindahús í Grindavík er metnaðarfull sýn. Auðlindastefnan verður að falla vel að skipulagsmálum.

Langar að þakka öllum sem komu að málinu að lokum. Mikilvægt að hafa þekkingu á svæðinu. Þurfum að mæta þeim aðilum sem sækja í auðlindirnar á þeim forsendum að við höfum hér sjálf aflað okkur þekkingar. Þetta er því fjárfesting til framtíðar.

Umræður:
Eftir hvert erindi voru fyrirspurnir til fyrirlesara og bárust spurningar m.a. frá Atla Gíslasyni alþingismanni, Degi B. Sigurðssyni, borgarfulltrúa, Erling Einarssyni o.fl. Þá tóku grindvískir stjórnmálamenn til máls.

Hörður Guðbrandsson, varabæjarfulltrúi (S) sagði að á sínum tíma hefði átt að valta yfir allt og alla og hirða orkuna af okkur um alla framtíð. Þetta eru okkar langstærstu framtíðarhagsmunir sem leynast í auðlindastefnunni. Höfum verið gagnrýnd hversu dýr þessi vinna hefur verið en er þess virði.

Petrína Baldursdóttir bæjarfulltrúi (B) sagði að meirihluti bæjarstjórnar hefði staðið heilshugar saman að þessari vinnu við auðlindastefnuna. Meirihlutinn hefði verið gagnrýndur fyrir fjármagn sem hefði farið í þessa vinnu en við hljótum að vera sammála um að hér er um fjárfestingu til framtíðar að ræða, sagði Petrína. Mikilvægt að kjörnir bæjarfulltúar sýni ábyrgð þegar kemur að þessum málefnum. Við erum einbeitt í því að halda þessu áfram, framfylgja auðlindastefnunni af ábyrgð og þá taldi Petrína að Grindavíkingar eigi virkilega að velta þessum hlutum vel fyrir sér og mynda sínar skoðanir en út frá hagsmunum sveitarfélagsins.

Björn Haraldsson bæjarfulltrúi (F) fagnaði auðlindastefnu Grindavíkurbæjar og sagði að loksins hefði verið gengið til verka. Hann hefði ekki gagnrýnt kostnaðinn við gerð auðlindastefnunnar. Óskaði hann Grindvíkingum til hamingju með daginn.

Einnig tóku Atli Gíslason og Erling Einarsson til máls og fagnaði Erling gerð auðlindastefnunnar


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir