Fróđlegir fyrirlestrar um fólk og atvinnu í Grindavík á síđari hluta 18. aldar

  • Fréttir
  • 17. apríl 2009

Sagnfræðinemar við Háskóla Íslands fluttu erindi í Flagghúsinu í gærkvöldi um rannsóknir sínar á sögu Grindavíkur á 18. öld. Erindin voru afar áhugaverð þar sem víða var komið við.

Fjallað var um sérstöðu landbúnaðar í Grindavíkurhreppi á 18. öld, kjör hjábúðarmanna í Grindavík á síðari hluta 18. aldar, verslun í Grindavík á síðari hluta 18. aldar og upphaf matjurtaræktar í Grindavík. Í síðasta erindinu kom m.a. fram að skriður komst á matjurtarækt í Grindavík um miðjan áttunda áratug 18. aldar þegar séra Ari Guðlaugsson fékk Stað í Grindavík en hann sýndi mikinn dugnað og atorkusemi við að aðstoða grindvíska bændur við að koma sér upp görðum.

Nemendurnir hrósuðu Guggu og Erling á Flagghúsinu fyrir hlýjar og góðar móttökur.

Á myndinni eru fyrirlesararnir í Flagghúsinu ásamt kennara sínum. Frá vinstri; Jón Torfi Arason, Hrefna Róbertsdóttir kennari, Björn Rúnar Guðmundsson, Már Kristjónsson og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir.

Sjá meira á http://ferlir.is/?id=8174


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir