frettir

  • Fréttir
  • 15. apríl 2009

Undirbúningurinn fyrir bæjarhátíðina Sjóarann síkáta er kominn af stað af fullum krafti undir stjórn Þórarins Sigvaldasonar. Sjóarinn síkáti verður haldinn með fullri reisn helgina 5. - 7. júní nk. Nokkrar áherslubreytingar verða á hátíðinni í ár sem miða að því að virkja heimafólkið enn frekar. Sjóarinn síkáti verður því hátíð sem við getum öll verið áfram stolt af að sögn Þórarins.
Athygli er vakin á því að handverksfólk sem vill sýna og selja handverk sitt fær aðstöðu í íþróttahúsinu ef þátttaka er nægilega mikil. Handverkið verður til sýnis og sölu á laugardegi og sunnudegi frá kl. 13-17. Aðstaðan er ókeypis og allt handverksfólk er hvatt til þess að vera með. Handverksfólk þarf að senda upplýsingar um sig og handverkið og staðfesta þátttöku með því að hringja í Þórarinn í síma 894 0260 eða senda tölvupóst á totihjoll@simnet.is.

 

 

Eftir margra ára hlé var Lúðrasveit Grindavíkur endurvakin við Tónlistarskóla Grindavíkur fyrir skömmu. Fyrsta æfing sveitarinnar var haldin miðvikudaginn 8. apríl síðastliðinn og gekk hún ljómandi vel. Stjórnandi sveitarinnar er Tristan Willems. Rúmlega 20 börn eru skráð í lúðrasvceitarnám og vonast Tristan til að hún geti spilað eitt eða tvö lög á vortónleikum skólans.
Myndirnar voru teknar á fyrstu æfingu sveitarinnar í síðustu viku.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!