Upphitun fyrir stórleikinn hefst kl. 13

  • Fréttir
  • 10. apríl 2009

Mikið er í húfi þegar Grindavík mætir KR í Röstinni laugardag kl. 16:00, eða sjálfur Íslandsmeistaratitillinn. Fáir miðar eru eftir og má búast við rosalegri stemmningu. Upphitun fyrir leikinn hefst kl. 13:00 í Salthúsinu með pylsuveislu. Árni Johnsen mætir á staðinn með gítarinn til að hita mannskapinn upp.

Hreimur úr Landi og sonum hitar svo upp í Röstinni fyrir leik og verður að sjálfsögðu í Grindavíkurbúningnum en Jónsi í Svörtum fötum mætir í búningi KR og tekur KR-lagið. Hreimur mun svo væntanlega taka að lokum lagið Lífið er yndislegt.

Egill Birgisson er búinn að klippa saman nýtt myndband sem sýnt verður fyrir leikinn og allt kapp verður lagt á að gera umgjörðina sem glæsilegasta.

Svo er það undir strákunum komið hvort Grindavík tekst að landa Íslandsmeistaratitlinum og það í annað sinn í sögu félagsins.

Þorsteinn Gunnar var á þriðja leik liðanna í íþróttahúsi KR og má sjá myndaveisluna hans hér: http://www.flickr.com/photos/19842885@N00/sets/72157616589478174/


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir