Mikilvćg flokkun á lífrćnum úrgangi

  • Fréttir
  • 8. apríl 2009

Grindavíkingar munu eflaust nota tækifærið um páska og vinna í görðunum sínum og þurfa því að losa sig við lífrænan úrgang. Rétt er að vekja athygli á flokkun á garðaúrgangi og fleiru sem hægt er að losa við gryfjuna á Nesvegi, á leið út á golfvöll og/eða Reykjanesvita.

Við gryfjuna eru 2 hólf og svo er gryfjan sjálf. Flokkunin er eftirfarandi:

Hólf1:
Torf, lauf, hey, fínn sandur og garðamolt.

Hólf 2:
Tré, runnar, afklippur, hreint timbur.

Hólf 3:
Grjót, múrbrot, uppgröfur.

Annað: Á gámasvæði Kölku, sem er nálægt iðnaðarsvæðinu við höfnina, eru merktir gámar og starfsmaður aðstoðar jafnframt við flokkun. Þar skal henda járni, timbri, plasti, heimilistækjum, húsgögnum málningu o.fl. Opið er í Kölku mánudaga til föstudaga frá 15-19 og 13-17 á laugardögum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir