Páskarnir í Grindavík - nóg um ađ vera

  • Fréttir
  • 8. apríl 2009

Að venju er ýmislegt um að vera í Grindavík um páskana eins og í Saltfisksetrinu, Grindavíkurkirkju, Flagghúsinu, göngutúr um Bláa lónið o.fl.  Þá mætast Grindavík og KR í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á laugardaginn í Röstinni kl. 16:00 og þá fjölmenna Grindvíkingar á leikinn. Hér er það helsta sem um er að vera í bænum um páskana:

Helgihald um páskana í Grindavíkurkirkju:
Skírdagur 9.apríl
Kl. 20:00 Helgistund með altarisgöngu. Taizé sálmar sungnir

Föstudagurinn langi 10. apríl
Kl. 13:00-17:00. Passíusálmarnir lesnir. Orgelleikur á milli sálma. Fólk getur komið og farið að vild á meðan á lestrinum stendur.
Kl. 20:00 Krossljósastund. Lesin verða sjö setningar Krists á krossinum. Aðalgeir Jóhannsson les Píslarsöguna í Jóhannesarguðspjalli og sungnir eru sálmar á milli lestra.

Páskadagur 12. apríl
Kl. 08:00 Hátíðarguðsþjónusta. Eftir messu verður boðið upp á heitt súkkulaði, kaffi, nýbökuð rúnstykki og páskaegg.
Kl. 11:00 Hátíðarguðsþjónusta í Víðihlið.

Gönguferð á öðrum degi páska um Bláa lónið

Á annan í páskum verður boðið upp á gönguferð með leiðsögn um stórbrotið umhverfi Bláa Lónsins. Gangan hefst kl. 13.00 við bílastæði Bláa lónsins og er áætlað að hún taki um 3 klukkustundir. Möguleiki er að fara rúmlega hálfan hring og fá akstur til baka. Gangan er í boði Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar og enginn þátttökukostnaður er í gönguna.

Gengið verður m.a. um mosagróið Illahraun, framhjá Rauðhól (gígnum sem hraunið kom úr á sögulegum tíma), farið með Skipstíg, fornri þjóðleið, haldið austur með norðurhlíðum Þorbjarnarfells og inn á Baðsvelli. Þar er ætlunin m.a. að kíkja á þjófaslóðir og hin gömlu sel Grindvíkinga. Þá verður gengið yfir að svæði Hitaveitu Suðurnesja og um hið litskrúðuga lónssvæði að lækningalindinni og endað í heilsulind. Boðið er upp á tvo fyrir einn í lónið. Sigrún Jónsd. Franklín verður leiðsögumaður í göngunni. Áhersla er á að ferðin og fræðslan verði með þeim hætti að bæði börn og fullorðnir hafi gagn og gaman af. Góður skófatnaður æskilegur og gott er að taka með sér smá nesti. Allir þátttakendur eru á eigin ábyrgð.

Á annan í páskum verður vatnsleikfimi í boði fyrir gesti Bláa lónsins. Leikfimin fer fram í lóninu kl 14.30 og kl 16.30.Rúnar Sigríksson, íþróttakennari og einkaþjálfari í Hreyfingu, heilsulind mun sjá um kennsluna.

Sérstakur páskamatseðill verður í boði á veitingastaðnum Lava alla páskadagana. Börn borða frítt af matseðli panti fullorðinn aðalrétt af matseðli. Tvö börn á hvern fullorðinn. Þá verður kynning og tilboð á Blue Lagoon húðvörum í verslun. Öll börn fá páskaegg á meðan birgðir endast. Ávallt er frír aðgangur í Bláa Lónið fyrir börn 13 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum.

Sagnfræðinemar fjalla um sögu Grindavíkur á 18. öld

Sagnfræðinemar við Háskóla Íslands flytja stutt erindi um rannsóknir sínar á sögu Grindavíkur á 18. öld í Flagghúsinu fimmtudaginn 16. apríl kl. 20:00-22:00. Þetta er málstofa Landsetar Skálholtsstóls um fólk og atvinnu í Grindavík á síðari hluta 18. aldar.

Flutt verða fimm erindi sem hér segir:

Sérstaða landbúnaðar í Grindavíkurhreppi á 18. öld - Jón Torfi Arason
Sjósókn í Grindavíkurhreppi 1762 - 1800. Óskar Björn Óskarsson
Kjör hjábúðarmanna í Grindavík á síðari hluta 18. aldar. Már Kristjónsson
Verslun í Grindavík á síðari hluta 18. aldar - Björn Rúnar Guðmundsson
Upphaf matjurtaræktar í Grindavík - Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir

Flutningur hvers erindis tekur um 10-15 mínútur. Um 5 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.

Opnunartími sundlaugarinnar:

Fimmtud.9. apríl, Skírdagur, opið  kl. 10:00-15:00
Föstud. 10. apríl, föstud. langi,  Lokað
Laugard. 11. apríl, opið  kl. 10:00-15:00
Sunnud. 12. apríl, páskadagur, lokað
Mánud. 13. apríl, annar í páskum, opið  kl. 10:00-15:00
Fimmtud. 23. apríl, umardagurinn fyrsti, opið kl. 10:00-15:00
Föstud. 1. maí,  Verkalýðsdagurinn, lokað
Fimmtud. 21. Maí, uppstigningardagur, opið  kl. 10:00-17:00

Sumaropnunartími um helgar hefst laugardaginn 9.maí.
Laugardaga: Opið kl. 10:00-17:00.
Sunnudaga: Opið kl. 10:00-17:00.

Sunnud. 31. maí, hvítasunnudagur, lokað
Mánud. 1. júní, annar í hvítasunnu, opið  kl. 10:00-17:00
Sunnud. 7. júní, sjómannadagurinn, opið kl. 10:00-17:00
Miðvikud. 17. júní, lýðveldisdagurinn lokað

Garðar sýnir í Saltfisksetrinu

Garðar sýnir í Saltfisksetrinu

Laugardaginn 4. apríl opnaði Garðar Jökulsson málverkasýningu í listsýningasal Saltfisksetursins í Grindavík.  Sýningin mun standa fram til 4. maí og er opin alla daga frá kl.11-18.

Garðar er fæddur árið 1935 í Reykjavík og hefur alla tíð búið á höfuðborgarsvæðinu. Áhugi hans á myndlist sér í lagi landslagsmálverkinu, vaknaði snemma og hefur hann sótt flestar myndlistarsýningar og fylgst með þróun myndlistar frá því í kringum 1950 eða í ríflega hálfa öld. Ekki eru þó nema rúm tuttugu ár síðan hann fór sjálfur að mála í frístundum og er sjálfmenntaður í þeim fræðum. Garðar sækir efnivið í landslag og náttúru Íslands.

Frá árinu 1995 má segja að Garðar hafi helgað sig málverkinu og hefur hann haldið fjölda sýninga frá þeim tíma og tekið þátt í samsýningum.

Þeir sem vilja koma inn upplýsingum á heimasíðuna eru beðnir að senda póst á heimasidan@grindavik.is


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!