Góđir gestir

  • Fréttir
  • 7. apríl 2009

Um 100 nemendur í knattspyrnuskóla Knattspyrnuþjálfunar Íslands hafa sett svip sinn á Grindavíkurbæ undanfarna daga. Þjálfararnir góðkunnu Luka Kostic og Magnús Gylfason standa fyrir námskeiðinu og seldist upp á námskeiðið á augabragði.

Luka Kostic segir aðstöðuna í Grindavík vera frábæra, knattspyrnuhúsið er nýtt til hins ítrasta frá morgni til kvölds þessa þrjá daga sem námskeiðið stendur yfir, einnig er æft úti og í íþróttahúsinu. Krakkarnir í skólanum eru í 3. og 4. flokki. Luka er afar ánægður með móttökurnar í Grindavík og segir krakkana til fyrirmyndar.

Auk knattspyrnuæfinga eru fyrirlestrar um hæfaleikamótum, mataræði o.fl. og þá koma góðir gestir í heimsókn. Af 100 þátttakendum eru um 20 frá Grindavík.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir