Útkall vegna vélarvana báts undan Krísuvíkurbjargi

  • Fréttir
  • 5. apríl 2009

Um klukkan 13:00 í gær, laugardag, var Björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grindavík kallað út ásamt björgunarsveitinni Þorbirni vegna vélaravana báts, Kristbjörgu HF 177, sem rak um eina sjómílu undan Krísuvíkurbjargi. Kristbjörg er 290 brúttótonna línubátur sem var á veiðum á svæðinu. Um 5 mínútum eftir útkall var björgunarskipið Oddur V. lagt af stað og skömmu síðar fór hraðbjörgunarbáturinn Árni í Tungu af stað líka. Einnig var ákveðið að kalla út Björgunarsveit Hafnarfjarðar þar sem þeir þekkja bjargið allra best. Þá fóru bílar og sex hjól úr Grindavík áleiðis með fluglínutæki ef á þeim þyrfti að halda.

Kristbjörg lét strax akkeri falla þannig að skipið rak ekki nær bjarginu og var Gulltoppur kominn á staðinn kl. 13:36. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason var kominn á staðinn um 10 mínútum síðar.

Tæpri klukkustund eftir að útkallið kom voru um 20 manns komnir á bjargbrúnina ásamt því að bátarnir tveir, Oddur V. og Árni í Tungu voru komnir að skipinu. Þá voru þyrlur Landhelgisgæslunnar sestar á bjargbrúnina líka og biðu átekta. Rétt fyrir klukkan 15 komst Kristbjörg HF svo í gang og gat siglt fyrir eigin vélarafli og var þá öll aðstoð afþökkuð. Að aðgerðinni komu 35 manns frá Grindavík og Hafnarfirði.,

Myndir: Landhelgisgæslan, www.lhg.is

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!