Blóđbankinn í heimsókn 1. apríl

 • Fréttir
 • 30. mars 2009
Blóđbankinn í heimsókn 1. apríl

Hefur þú áhuga á því að gefa blóð? Blóðbankabíllinn  verður í Grindavík við Rauða kross húsið, miðvikudaginn 1. apríl frá kl. 10 - 17. Allir velkomnir. Blóðgjöf er lífgjöf. Eitt mikilvægasta hlutverk Blóðbankans er að tryggja öryggi blóðgjafa og blóðþega með faglegum vinnubrögðum.

Blóðbankinn tekur mið af alþjóðlegum kröfum í daglegu starfi sínu og fékk árið 2000 alþjóðlega gæðavottun, fyrstur allra blóðbanka á Norðurlöndum. Stofnfrumuvinnslan fékk einnig alþjóðlega vottun sinnar starfsemi árið 2006.

Blóðbankinn var stofnaður árið 1953 og sér um blóðsöfnun, blóðhlutavinnslu, birgðahald og afgreiðslu blóðhluta á landsvísu. Helsta viðfangsefni bankans er að svara þörfum sjúkrastofnana fyrir blóðhluta og sinna blóðrannsóknum vegna þessara starfsemi.

Nútíma heilbrigðisþjónusta er óhugsandi án öflugrar blóðbankaþjónustu. Blóð er notað til að bæta sjúklingum upp blóðmissi, til dæmis vegna slysa eða skurðaðgerða. Þá er blóð meðal annars einnig notað við meðferð krabbameinssjúklinga sem og nýbura og fyrirbura.

Blóðbankanum hefur alltaf gengið vel að fullnægja eftirspurn eftir blóðhlutum, þökk sé blóðgjöfunum. En þörfin er að aukast. Með aukinni tækni og þekkingu aukast meðferðarúrræði, auk þess sem þróunin á Vesturlöndum er sú að öldruðum fjölgar. Því fjölgar þeim sem þurfa blóð og á sama tíma fækkar þeim hlutfallslega sem geta gefið blóð. Því er nauðsynlegt að blóðgjöfum fjölgi, sérstaklega meðal ungs fólks.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 25. apríl 2018

3. bekkur í heimsókn á Ásabrautinni

Fréttir / 24. apríl 2018

Vatnsleikfimi vor 2018

Grunnskólafréttir / 23. apríl 2018

Útilestur hjá öđrum bekk

Fréttir / 20. apríl 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Íţróttafréttir / 19. apríl 2018

Ađalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG 26. apríl

Grunnskólafréttir / 17. apríl 2018

Starfsdagur á föstudaginn

Grunnskólafréttir / 17. apríl 2018

Morgunskraf stjórnenda

Fréttir / 17. apríl 2018

Götur Grindavíkur sópađar

Fréttir / 17. apríl 2018

Menninga á Suđurnesjum á Facebook

Fréttir / 17. apríl 2018

Víđavangshlaupinu frestađ til 12. maí

Grunnskólafréttir / 17. apríl 2018

Vilt ţú taka ţátt í nemendaţingi vegna valgreina?

Nýjustu fréttir

Fimm Grindvíkingar í U15 landsliđum Íslands

 • Íţróttafréttir
 • 25. apríl 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

 • Fréttir
 • 25. apríl 2018

Sumarstörf hjá MAR Guesthouse

 • Fréttir
 • 24. apríl 2018

Útsvariđ á enda hjá Grindavík

 • Fréttir
 • 24. apríl 2018

Blá peysa međ látúnshnöppum...

 • Bókasafnsfréttir
 • 23. apríl 2018

Skráning hafin í Söngskóla Emilíu

 • Fréttir
 • 20. apríl 2018

Vetrarfrí í tónlistarskólanum

 • Tónlistaskólafréttir
 • 19. apríl 2018