Blóđbankinn í heimsókn 1. apríl
Blóđbankinn í heimsókn 1. apríl

Hefur þú áhuga á því að gefa blóð? Blóðbankabíllinn  verður í Grindavík við Rauða kross húsið, miðvikudaginn 1. apríl frá kl. 10 - 17. Allir velkomnir. Blóðgjöf er lífgjöf. Eitt mikilvægasta hlutverk Blóðbankans er að tryggja öryggi blóðgjafa og blóðþega með faglegum vinnubrögðum.

Blóðbankinn tekur mið af alþjóðlegum kröfum í daglegu starfi sínu og fékk árið 2000 alþjóðlega gæðavottun, fyrstur allra blóðbanka á Norðurlöndum. Stofnfrumuvinnslan fékk einnig alþjóðlega vottun sinnar starfsemi árið 2006.

Blóðbankinn var stofnaður árið 1953 og sér um blóðsöfnun, blóðhlutavinnslu, birgðahald og afgreiðslu blóðhluta á landsvísu. Helsta viðfangsefni bankans er að svara þörfum sjúkrastofnana fyrir blóðhluta og sinna blóðrannsóknum vegna þessara starfsemi.

Nútíma heilbrigðisþjónusta er óhugsandi án öflugrar blóðbankaþjónustu. Blóð er notað til að bæta sjúklingum upp blóðmissi, til dæmis vegna slysa eða skurðaðgerða. Þá er blóð meðal annars einnig notað við meðferð krabbameinssjúklinga sem og nýbura og fyrirbura.

Blóðbankanum hefur alltaf gengið vel að fullnægja eftirspurn eftir blóðhlutum, þökk sé blóðgjöfunum. En þörfin er að aukast. Með aukinni tækni og þekkingu aukast meðferðarúrræði, auk þess sem þróunin á Vesturlöndum er sú að öldruðum fjölgar. Því fjölgar þeim sem þurfa blóð og á sama tíma fækkar þeim hlutfallslega sem geta gefið blóð. Því er nauðsynlegt að blóðgjöfum fjölgi, sérstaklega meðal ungs fólks.

Nýlegar fréttir

fim. 18. jan. 2018    Ţorrablót á Króki á morgun
fim. 18. jan. 2018    Grindavík lagđi Keflavík - Dagur Ingi skorađi tvö
miđ. 17. jan. 2018    Kennarar úr Kópavogi í heimsókn
miđ. 17. jan. 2018    Handverk og hönnun - kynningarfundur í Kvikunni á morgun
miđ. 17. jan. 2018    Grćnfánanum flaggađ viđ Laut í fjórđa sinn
miđ. 17. jan. 2018    Pabba og afakaffi á Laut föstudaginn 19. janúar
miđ. 17. jan. 2018    Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ
miđ. 17. jan. 2018    Fjölnisstúlkur fóru međ öll stigin úr Mustad-höllinni
miđ. 17. jan. 2018    Snyrtilegir fyrstu bekkingar
miđ. 17. jan. 2018    Óskilamunir
ţri. 16. jan. 2018    Ađalfundur GG laugardaginn 3. febrúar
ţri. 16. jan. 2018    Brennibolti í Hópinu nćstu tvo fimmtudaga
ţri. 16. jan. 2018    Flugukastnámskeiđ í Hópinu á sunnudögum
ţri. 16. jan. 2018    Björn Berg og Hákon Ívar áfram í Grindavík, Milos og Magnús Björgvins á förum
ţri. 16. jan. 2018    Grindavík gerđi jafntefli viđ FH í Fótbolta.net mótinu
ţri. 16. jan. 2018    Íbúafundur um Sjóarann síkáta í dag
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 9. flokki
mán. 15. jan. 2018    Sigmundur Davíđ milliliđalaust á Bryggjunni á morgun
mán. 15. jan. 2018    Jón Axel stigahćstur í sigri Davidson
mán. 15. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar í 10. flokki
fös. 12. jan. 2018    Opiđ sviđ á Bryggjunni föstudaginn 19. janúar
fös. 12. jan. 2018    Dósasöfnun meistaraflokks kvenna frestast aftur vegna veđurs
fös. 12. jan. 2018    Icelandic courses at MSS - Beginners and advanced
fim. 11. jan. 2018    Mest lesnu fréttir ársins 2017
fim. 11. jan. 2018    Grindavíkurstúlkur í bikarúrslitum um helgina
Grindavík.is fótur