Menningarviku slitiđ

  • Fréttir
  • 30. mars 2009

Menningarviku Grindavíkurbæjar lauk með bráðskemmtilegum tónleikum í Grindavíkurkirkju á laugardaginn þar sem menningarvikunni var svo formlega slitið. Trompetleikarinn Íris Kramer og harmonikuleikarinn Hrólfur Vagnsson frá Bolungarvík spiluðu í þessu litríka prógrammi lög og verk
eftir Piazzolla, Gillespie, Chick Corea, Nordheim sem og eigin lög og spuna. Tónleikarnir voru frábærir enda listafólk á heimsmælikvarða.

Í lok tónleikanna sleit Kristinn Reimarsson, frístunda- og menningarfulltrúi, menningarviku Grindavíkur með formlegum hætti. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til en þetta er í fyrsta skipti sem slík menningarvika er haldin í Grindavík. Vel tókst að virkja listafólk í bænum og dagskráin var svo krydduð með utanbæjar listafólki. Aðsókn á flesta viðburði var framar vonum og gaman að sjá hversu Grindavíkingar voru öflugir að mæta. Stefnt er að því að menningarvika Grindavíkur verði árlegur viðburður.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir