Grindavík náđi ekki ađ klára Snćfell

  • Fréttir
  • 29. mars 2009

Grindavík tókst ekki að klára einvígið við Snæfell í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Snæfell lagði Grindavík að velli með 104 stigum gegn 87 í tvíframlengdum leik. Grindavík náði sér aldrei á
strik en hefði getað stolið sigrinum í lokin.

Helgi Jónas Guðfinnsson skoraði 22 stig fyrir Grindavík, Nick Bradford 21 og Þorleifur Ólafsson 15.

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var ekki kátur með hugarfar sinna manna sem mættu ekki í leikinn í fyrri hálfleik. ,,Við byrjuðum ekkert að spila körfubolta fyrr en 18 stigum undir og í fjórða leikhluta. Það voru Bjössi (Björn Steinar) og Davíð sem komu okkur inn í leikinn aðrir voru með hangandi haus. Ef þú mætir ekki með hugann við leikinn á móti Snæfell þá tapar þú það eru engin ný sannindi. Það er eitt að tapa og gera þitt besta en annað að tapa og gera þeð með hangandi haus," sagði Friðrik við karfan.is.

Tapið eru mikil vonbrigði fyrir Grindavík sem leiðir enn einvígið 2-1. Liðin mætast í Stykkishólmi á þriðjudaginn.

Fleiri myndir á http://www.flickr.com/photos/19842885@N00/archives/date-taken/2009/03/27/


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál