Sigmar í heita pottinum

  • Fréttir
  • 27. mars 2009

Sigmar Eðvardsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mætti í heita pottinn í morgun eftir að hafa fengið sér góðan sundsprett í lauginni. Rætt var um ýmis málefni bæjarins eins og Hópsskóla og fjárhagsáætlun. Heimsókn bæjarfulltrúanna í heita pottinn á morgnana var hluti af menningarviku Grindavíkur og hefur tekist ákaflega vel.

Mikið er um að vera í dag, föstudag, en sannkölluð menningarveisla er fram undan. Prjónakaffi verður í Aðal-braut frá 10-12 með kaffi og sérbökuðum vínarbrauðum. Að venju er opið í listastofu Helgu frá 13-18 að Vörðusundi 1.
Í kvöld er mikið um að vera. Í Kvennó kl. 20.30 verða tónleikar unglingahljómsveita þar sem grindvískar hljómsveitir stíga á svið.
Kl. 20 hefst Kútmagakvöld Lions í Lava sal Bláa lónsins fyrir karlana. Veislustjóri er Árni Johnsen.
Konurnar hittast hins vegar kl. 20 á kvennakvöldi körfuknattleiksdeildarinnar í Salthúsinu. Freyr Eyjólfsson skemmtir og hljómsveitin Geimfararnir leikur svo fyrir dansi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir