Fundur 102

  • Skipulagsnefnd
  • 24. júní 2022

102. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, mánudaginn 20. júní 2022 og hófst hann kl. 16:15.

 

Fundinn sátu:

Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður, Erla Ósk Wissler Pétursdóttir, varamaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, Unnar Á. Magnússon, aðalmaður, Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

 

Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs.  

 

Erla Ósk Pétursdóttir fór af fundi undir dagskrárliðum 2-5.

 

Dagskrá:

 

1.  

Skipulagsnefnd- lagaumhverfi og reglur - 2206063

 

Varamennirnir Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir, Sverrir Auðunsson og Sigurjón Þórðarson sátu fundinn undir dagskrárliðnu sem áheyrnafulltrúar.

Hlutverk nefndarinnar rætt ásamt lagaumhverfi og helstu reglum sem heyra undir nefndina. Farið yfir bæjarmálasamþykkt, byggingarreglugerð, skipulagslög, lög um mannvirki, reglur um lóðarúthlutanir og samþykkt um gatnagerðargjald.

 

   

2.  

Deiliskipulag íþróttasvæðis - 2106087

 

Drög að deiliskipulagstillögu íþróttasvæðis lögð fram til umfjöllunar. Þá eru lagðar fram þær hugmyndir sem íbúar settu fram um svæðið í íbúakönnun á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

 

   

3.  

Deiliskipulag við Þorbjörn - 2110060

 

Drög að deiliskipulagstillögu fyrir Þorbjörn og nærsvæði hans lögð fram til umfjöllunar.

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

 

   

4.  

Deiliskipulagsbreyting við Hafnargötu 8 - 2206023

 

Þorbjörn hf. óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina Hafnargötu 8.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða.

 

   

5.  

Spóahlíð 3 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi - 2206087

 

Tvær tillögur að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Spóahlíð 3 lagðar fram.

Skipulagsnefnd hafnar framlögðum tillögum þar sem tillögurnar eru of langt frá því skipulagi sem nýlega var unnið fyrir hverfið.

 

   

6.  

Lóuhlíð 11-15 - breyting á deiliskipulagi - 2206075

 

Lóðarhafi leggur fram beiðni í tveimur liðum um breytingu á hæð á botnplötum á raðhúsum við Lóuhlíð 11-15 og minnkun á byggingarreit.

Skipulagsnefnd samþykkir aðalbeiðni, þ.e. breytingar á hæðarkótum við Lóuhlíð 11-15 þannig að hæðarkóti (GK) aðalgólfs allra íbúða verði 11,65 m. Skipulagsnefnd hafnar aukabeiðni um minnkun á byggingarreit.

Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi:
Hæðarkótar við lóðarmörk eru óbreyttir. Þá ber lóðarhafa að greiða allan þann kostnað sem að breytingun hlýst.

 

   

7.  

Fálkahlíð 1-5- breyting á deiliskipulagi - 2206085

 

Lóðarhafi leggur fram beiðni í þremur liðum (aðalbeiðni, varabeiðni og aukabeiðni) um breytingar á byggingarreit og lóðamörkum innbyrgðis milli raðhúsanna við Fálkahlíð 1-5.

Skipulagsnefnd samþykkir varabeiðni um að lóðarmörkum milli einstakra lóða verðir hliðrað þannig að þau endurspegli 11 metra breidd hverrar íbúðar. Skipulagsnefnd hafnar aðalbeiðni og aukabeiðni um minnkun á byggingarreit, þ.e. byggingarmagn á lóðunum þremur helst óbreytt.

Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi:
Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingun hlýst.

 

   

8.  

Fálkahlíð 4-6 - Umsókn um byggingarleyfi - 2205208

 

Byggingarleyfisumsókn frá Hallfríði Helgu Guðfinnsdóttur vegna Fálkahlíðar 4-6 lögð fram. Byggingaráformin eru ekki í samræmi við deiliskipulag hvað varðar hlutfall byggingar í bundinni línu við götu. Samkvæmt skipulagi á bindandi byggingalina að vera 60% af framhlið hús en er rúm 37%.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og er fallið frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.

 

   

9.  

Ufsasund 2-4 - Umsókn um byggingarleyfi - 2205215

 

Fasteignafélag Keflavíkur ehf sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu iðnaðarhúsnæðis með 10 geymslubilum við Ufsasund 2-4.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.


 

 

   

10.  

Fálkahlíð 7-11 - Umsókn um byggingarleyfi - 2206022

 

Einherjar ehf. óskar eftir byggingarleyfi fyrir raðhúsi við Fálkahlíð 7-11. Óskað er eftir undanþágu frá grein í deiliskipulagi um lágmark 60% af hlið verði við bundna byggingalínu (við götu). Skv. umsókn og teikningum sem henni fylgja er hlutfall byggingar í bundinni byggingarlínu 32%. Þá er hæð aðagólfs í báðum íbúðum til endana sett jafnt miðjuhúsinu, þ.e. hækkun og lækkun um 20 cm.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og er fallið frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.

 

   

11.  

Miðgarður 3 - Umsókn um byggingarleyfi - 2206040

 

Erla Ósk Pétursdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Vísir hf. sækir um byggingarleyfi vegna stækkunar byggingar við Miðgarð 3.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.

 

   

12.  

Marargata 3 - Umsókn um byggingarleyfi - 2206065

 

Há-Brún ehf sækir um byggingarleyfi vegna Marargötu 3. Um er að einbýlishúsi á tveimur hæðum á 825 m² lóð við Marargötu 3. Sótt er um skiptingu á íbúðarhlutum í 3 hluta.

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að grenndarkynna áformin fyrir lóðarhöfum við Marargötu og Ránargötu 4 og 6.

 

   

13.  

Túngata 5 - Umsókn um byggingarleyfi - 2206048

 

Þórkatla ehf. sækir um byggingarleyfi vegna Túngötu 5. Sótt er um leyfi til að innrétta litla íbúð í bílskúr ásamt smávægilegum útlitsbreytingum.

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að grenndarkynna áformin fyrir lóðarhöfum við Túngötu 3, 6, 7,8 og Víkurbraut 32 og 34.

 

   

14.  

Arnarhlíð 5 - Umsókn um byggingarleyfi - 2206082

 

Lilja Sigmarsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Anna Karen Sigurjónsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu einbýlishúss við Arnarhlíð 5. Óskað er eftir undanþágu frá grein í deiliskipulagi um lágmark 60% af hlið verði við bundna byggingalínu (við götu). Skv. umsókn og teikningum sem henni fylgja er hlutfall byggingar í bundinni byggingarlínu 40%.

 



Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og er fallið frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.

 

   

15.  

Stamphólsvegur 4 - Umsókn um byggingarleyfi - 2204053

 

Steinberg Reynisson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Grenndarkynningu vegna byggingarleyfisumsóknar við Stamphólsveg 4 er lokið án athugasemda. Sótt var um að breyta neðri hæð atvinnuhúsnæðis þannig að gisting verði á neðri hæð í stað verkstæðis og sýningarrýmis. Rými verður skipt í 2 gistieiningar með svefnherbergi, snyrtingu, alrými og tilheyrandi rými. Útlit húss breytist ekki. Húsnæðið verður áfram atvinnuhúsnæði, þ.e. umsækjandi ætlar að leigja húsið út í skammtímaleigu (minniháttar gistiheimili).

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Með vísan til viðauka 1.1. bæjarmálasamþykktar nr. 530/2022 er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.

 

   

16.  

Grjótnáma í Eldvarpahrauni í i5 - 2203011

 

Matskyldufyrirspurn vegna efnistöku í Grjótnámu í Eldvarpahrauni í i5 lögð fram.

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að senda erindið inn til Skipulagsstofnunar.

 

   

17.  

Spóahlíð 2-10, ósk um breytingu á hæðarkótum - 2206066

 

A1 hús ehf. óska eftir að gerðar verði breytingar á hæðarkótum á botnplötu raðhúsa við Spóahlíð 2-10 þannig að hús númer 2,4 og 6 verði í kóta 17,55 og hús númer 8 og 10 verði í kóta 16,90. Kótar umræddra lóða eru í dag eftirfarandi:

Spóahlíð 2: 17,10 m
Spóahlíð 4: 16,95 m.
Spóahlíð 6: 16,80 m.
Spóahlíð 8: 16,65 m.
Spóahlíð 10:16,50 m.

Skipulagsnefnd felur sviðsstjóra að grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhöfum við Mávahlíð 1,3 5 og 7.

18.  

Afgreiðslunefnd byggingar- og skipulagsmála - 61 - 2206014F

 

Fundargerð afgreiðslunefndar byggingar- og skipulagsmála nr. 61 lögð fram.

 

   

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:25.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135