Kvenfélagskonur baka saman betra samfélag

  • Fréttir
  • 25. nóvember 2020

Um þessar mundir stendur yfir landssöfnunin Gjöf til allra kvenna á vefum Kvenfélagssambands Íslands en markmiðið er að safna fyrir tækjakosti og hugbúnaði honum tengdum sem mun rafvæða landið og stuðla að bættri heilsuvernd kvenna um allt land.

Að sjálfsögðu láta Kvenfélagskonur í Grindavík ekki sitt eftir liggja og mun formaður félagsins, Sólveig Ólafsdóttir standa bakstursvaktina á höfuðborgarsvæðinu um helgina og koma með pantanir til Grindavíkur. 

Þá mun eitt vinsælasta bakarí landsins, Hérastubbur leggja málefninu lið með veglegum hætti. Af hverjum seldu heimabakstursboxi sem seld verða fyrir helgina renna 1000 krónur í verkefni Kvenfélagskvenna. 

Á sunnudaginn kemur er 1. í aðventu og því tilvalið fyrir Grindvíkinga að versla sér heimabakstursbox og baka um helgina og um leið leggja þessu flotta samfélagsverkefni lið. 

Vefsíða bæjarins óskar Kvenfélagi Grindavíkur til hamingju með 97 ára afmælið sem félagið átti í gær, 24. nóvember. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!