Fundur 79

  • Skipulagsnefnd
  • 18. nóvember 2020

79. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, 16. nóvember 2020 og hófst hann kl. 16:15.


Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson,  formaður, Ólafur Már Guðmundsson,  aðalmaður,
Anton Kristinn Guðmundsson,  aðalmaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir,  aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson,  aðalmaður, Atli Geir Júlíusson,  sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.


Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka á dagskrá mál með afbrigðum sem fyrsta mál. 

-Endurskoðun Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030. - 1501158

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.     Endurskoðun Aðalskipulags Grindavíkur 2010-2030. - 1501158
    Þann 12. nóvember 2020 barst tölvupóstur frá Skipulagsstofnun þar sem stofnunin kemur með þrjár ábendingar við uppfærð gögn. Stofnunin óskar eftir lagfæringu áður en stofnunin staðfestir skipulagið. 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta uppfæra gögnin miðað við athugasemdir Skipulagsstofnunar sem bárust í tölvupósti. Breytingarnar eru minniháttar og kalla ekki á endurauglýsingu. Ráðgjafar hafa átt samtal við Skipulagsstofnun um ábendingarnar og lagfæringar og hefur stofnunin óskað eftir að henni verði send 4 útprentuð eintök til staðfestingar. Áður en það er gert vísar skipulagsnefnd málinu til bæjarstjórnar til að hún sé upplýst um málið og þær lagfæringar sem gerðar hafa verið á gögnunum. 
        
2.     Deiliskipulag orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi - beiðni um heimild til uppfærslu - 2011055
    HS Orka óskar eftir heimild Grindavíkurbæjar með tilvísun í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, til að vinna að því að uppfæra deiliskipulag iðnaðarsvæðisins á Reykjanesi á kostnað fyrirtækisins. Samhljóða beiðni verður send til Reykjanesbæjar. Í gildi er eitt sameiginlegt deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæðið, sem nær bæði til Reykjanesbæjar og Grindavíkur. HS Orka hefur í samtali við skipulagsfulltrúa sveitarfélaganna farið yfir forsendur þess að uppfæra deiliskipulagið, sem hefur verið breytt 11 sinnum. Ein af forsendum deiliskipulagsbreytingarinnar er að deiliskipulagssvæðinu verði skipt í tvö svæði, annars vegar í Grindavík og hinsvegar í Reykjanesbæ. 

Skipulagsnefnd samþykkir að heimila HS orku að fara í deiliskipulagsbreytingu á iðnaðarsvæðinu á Reykjanesi á kostnað fyrirtækisins. 

Skipulagsnefnd vekur athygli umsækjanda á eftirfarandi: 
HS orka ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar. 
        
3.     Kynning- breyting aðalskipulags sveitarfélagsins Voga 2008-2028 - 2011053
    Sveitarfélagið Vogar kynnir tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins ásamt samhliða breytingu á deiliskipulagi Grænuborgar í Vogum. Breytingarnar varða þéttleika og fjölda íbúða á skipulagssvæðinu og kafla 2.1.1 um íbúðasvæði í greinagerð aðalskipulags. 

Ekki fæst séð að tillaga snerti hagsmuni Grindavíkurbæjar. Skipulagsnefnd gerir ekki athugaemd við tillöguna. Sviðsstjóra falið að svara erindinu. 

Erindinu vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. 
        
4.     Sjóvinnslusvæði við Reykjanesvirkjun- beiðni um umsögn - 2011054
    Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um matsskyldu vegna sjóvinnslusvæðis við Reykjanesvirkjun. 

Skipulagsnefnd telur að fyrirhugaðar framkvæmdir þurfi ekki að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum. Vel er gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. 

Skipulagsnefnd vísar erindinu til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 
        
5.     Vindheimar - umsókn um byggingarleyfi - 2011052
    Sótt er um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni Vindheimar í landi Húsatóftar, L129184. 

Á aðalskipulagi er þetta svæði skilgreint sem íþróttasvæði. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið. Á þessum forsendum er umsókninni hafnað. 
        
6.     Víkurbraut 60 - umsókn um byggingarleyfi - 2011032
    Sótt er um byggingarleyfi vegna stækkunar verslunar við Víkurbraut 60. 

Byggingaráformin hafa verið grenndarkynnt. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og vísar til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 
        
7.     Leynisbrún 10 - umsókn um byggingarleyfi - 2011059
    Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu gróðurhúss við Leynisbrún 10. 

Sviðsstjóra falið að grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhöfum við Leynisbrún 12a og 12b eftir að honum hafa borist skýrari gögn sem sýna afstöðu garðhús á lóð og stærð þess. 
        
8.     Húsatóftir eldisstöð MHL05 - Umsókn um byggingarleyfi - 2011036
    Sótt er um byggingarleyfi fyrir hús fyrir fiskeldi við aðstöðu Matorku við Nesveg (Húsatóftir eldisstöð). Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. 

Samkvæmt 1.mgr. í 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 segir að þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir getur sveitarstjórn eða sá aðili sem heimild hefur til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 6. gr., ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Skal skipulagsnefnd þá láta fara fram grenndarkynningu. 

Sú framkvæmd sem hér er óskað eftir byggingarleyfi fyrir er innan iðanðarsvæðis i6 samkvæmd gildandi aðalskipulagi Grindavíkurbæjar og er skilgreint fyrir fiskeldi. Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að fara með byggingaráformin i grenndarkynningu þar sem þau varða ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda er þetta i samræmi við 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin og vísar til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu.
        
9.     Fjárhagsáætlun skipulags- og umhverfissviðs 2021 - 2009107
    Fjárhagsáætlun skipulags- og umhverfissviðs eftir fyrri umræðu lögð fram til upplýsinga.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 .


Guðmundur L. Pálsson        Ólafur Már Guðmundsson
Anton Kristinn Guðmundsson        Lilja Ósk Sigmarsdóttir
Gunnar Már Gunnarsson        
        


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135