Dagur íslenskrar tungu á mánudaginn - tökum ţátt!

 • Fréttir
 • 13. nóvember 2020
 Dagur íslenskrar tungu á mánudaginn - tökum ţátt!

Dagur íslenskrar tungu er haldinn 16. nóvember ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.

Í tilefni af honum skorar Grindavíkurbær á íbúa að taka þátt og setja orð í glugga líkt og gert var við bangsa fyrr á árinu. Hægt er að skoða þessa áskorun sem Miðja máls og læsis er að skora á íbúa um land allt að taka. Þar má finna skemmtileg verkefni sem hægt er að vinna samhliða orðaleitinni. 

Veljum okkar uppáhalds orð sem eru jákvæð, fyndin, skrýtin, skemmtileg eða forvitnileg. Höfum letrið stórt og læsilegt svo auðvelt sé að lesa í hæfilegri fjarlægð. Skorað er á íbúa að koma orðinu í glugga fyrir eða um helgina þannig að fjölskyldur geti farið saman í orðafjársjóðsleit um helgina.

Gaman væri ef íbúar með annað móðurmál en íslensku kynntu sitt mál og hengdu orð á sínu móðurmáli út í glugga með íslenskri þýðingu. Fyrir þá sem ekki geta prentað má alltaf teikna orðið á blað eða óska eftir aðstoð við útprentun á opnunartíma bókasafnsins sem er alla virka daga frá 14-18og tilvalið að ná sér í góða bók í leiðinni. 

Leikum okkur með orðin í tungumálinu!

Hér geta áhugasamir prófað nýjan leik sem gengur út á að para orð og merkingu. Leikurinn Spagettí var gerður fyrir tilstuðlan Vina Árnastofnunar og er aðgengilegur á nýjum vef sem er hannaður fyrir börn og ungmenni

Smelltu hér til að spila leikinn

Minnt er á að dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur.

Góða skemmtun og góða helgi!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 23. nóvember 2020

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Grunnskólafréttir / 18. nóvember 2020

Ţriđji bekkur í útikennslu á miđvikudögum

Fréttir / 17. nóvember 2020

Jón Axel í NBA-nýliđavalinu á morgun

Fréttir / 16. nóvember 2020

Heimsendur matur úr Víđihlíđ

Grunnskólafréttir / 9. nóvember 2020

Hringekja- stöđvavinna í 1.bekk

Fréttir / 6. nóvember 2020

Axel á Bryggjunni gefur út nýtt lag

Grunnskólafréttir / 6. nóvember 2020

Ţakkir frá stjórnendum

Grunnskólafréttir / 5. nóvember 2020

Endurskinsmerki

Fréttir / 5. nóvember 2020

Megum viđ leika eftir skóla?

Fréttir / 4. nóvember 2020

Grímuskylda

Tónlistaskólafréttir / 3. nóvember 2020

Hefđbundin kennsla einkanemenda

Fréttir / 2. nóvember 2020

Einstakur félagsskapur og áhugamál

Nýjustu fréttir

Gefđu aukagjafir um jólin

 • Fréttir
 • 24. nóvember 2020

Er von á gestum erlendis frá um jólin?

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

Gefum af okkur - sýnum góđvild og samkennd

 • Fréttir
 • 23. nóvember 2020

Piss, kúkur og klósettpappír

 • Fréttir
 • 19. nóvember 2020

Kennsla í tónlistarskólanum 19. nóvember

 • Tónlistaskólafréttir
 • 18. nóvember 2020

Miklar framkvćmdir í Kvikunni

 • Fréttir
 • 18. nóvember 2020

Krakkar á Króki gleđja börn í Úkraínu

 • Fréttir
 • 17. nóvember 2020