Fundur 1563

  • Bćjarráđ
  • 12. nóvember 2020

1563. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 10. nóvember 2020 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson, formaður, Sigurður Óli Þórleifsson, varaformaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Dagskrá:

1.Fráveita Grindavíkurbæjar - hönnun og staðarval - 2001029
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Hönnuðir frá Eflu kynntu málið í gegnum Teams. Einnig voru byggingafulltrúi og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar í fjarsambandi í gegnum Teams. Forhönnun á fráveitukerfi Grindavíkurbæjar lögð fram ásamt tillögu að áfangaskiptingu til næstu 10 ára. Bæjarráð samþykkir áfangaskiptinguna.

2.Gatnalýsing Þjónustusamningur 2020 - 2011033
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram drög að útboðslýsingu vegna viðhalds gatnalýsingar. Lagt er til að fara í opið útboð vegna viðhalds og ledvæðingar gatnalýsingar til fjögurra ára. Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

3.Innkomuvöktun við Grindavík - 2011051
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Minnisblað sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs lagt fram.

4.Stígur frá Grindavík vestur að golfvelli - 2002001
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram opnunarfundargerð, dags 7. nóv. sl., vegna útboðs á göngustíg frá Grindavík að Húsatóftarvelli. 8 aðilar lögðu fram tilboð. Jón og Margeir ehf. eru með lægsta tilboðið, 60,8% af kostnaðaráætlun.

5.Frágangur á lóð í kringum íþróttahús-hreystigarður - 1909018
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Minnisblað sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs lagt fram. Óskað er eftir viðauka á eignfærða fjárfestingu ársins 2020 vegna hreystigarðs á lóð íþróttamiðstöðvar að fjárhæð 21.989.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á verkefninu 32-115110 Gatnagerð í Hlíðarhverfi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

6.Leikskólahúsnæði; Aukning/stækkun - 1807010
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Staðan á hönnun á nýjum leikskóla í Hlíðarhverfi kynnt.

7.Reglur um úthlutun íbúða í Víðihlíð - 2011049
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð fram drög að breyttum reglum Grindavíkurbæjar um úthlutun íbúða í Víðihlíð. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.

8.Fjárhagsáætlun 2021-2024 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2007003
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um frest vegna skila á fjárhagsáætlun 2021-2024.

9.Ósk um viðauka á fjárhagsáætlun 2020 - 2011004
Lögð fram beiðni um viðauka á rekstur Grindavíkurhafnar árið 2020 að fjárhæð 1.495.000 kr. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

10.Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - 2002084
Grindavíkurbær hefur ekki tök á að taka þátt í verkefninu að svo stöddu.

11. Baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi - 2011041
Bæjarráð tekjur jákvætt í erindið og vísar því til forstöðumanns þjónustumiðstöðvar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135