Fundur 78

  • Skipulagsnefnd
  • 20. október 2020

78. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, 19. október 2020 og hófst hann kl. 16:15.

Fundinn sátu:
Guðmundur L. Pálsson,  formaður, Ólafur Már Guðmundsson,  aðalmaður,
Anton Kristinn Guðmundsson,  aðalmaður, Lilja Ósk Sigmarsdóttir,  aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson,  aðalmaður, Atli Geir Júlíusson,  sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Fundargerð ritaði:  Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Dagskrá:
1.     Víkurbraut 60 - fyrirspurn um stækkun - 2007055
    Hluti stjórnar húsfélagsins við Víkurbraut 62 sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Lögð eru fram breytt gögn vegna athugasemda á grenndarkynningartíma fyrirspurnar. 

Skipulagnefnd samþykkir stækkun og breytingu á lóðarmörkum ásamt því að taka vel í byggingaráformin. Bent er á að sækja þarf formlega um byggingarleyfi til skipulagsnefndar fyrir framkvæmdinni. 

Sviðsstjóra er falið að svara athugasemdum á grenndarkynningartíma frá hluta stjórnar húsfélagsins við Víkurbraut 62 í samræmi við umræður á fundinum. 

Samþykki á stækkun lóðar er vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu. 
        
2.     Deiliskipulag - Hlíðarhverfi - 1901081
    Auglýsingartími fyrir deiliskipulagstillögu Hlíðarhverfis er lokið. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Þá barst athugasemd frá einum íbúa. 

Þær viðbætur/breytingar sem voru gerðar við greinagerð og deiliskipulagsuppdráttinn eftir auglýsingartíma deiliskipulagstillögunar lauk eru eftirfarandi. 
- Skilmálar settir inn í greinargerð um frágang lóðar. 
- Skilmálar settir inn í greinargerð um að hluti stígakerfis verði allt að 3 m breiður ásamt því að uppdráttur var uppfærður. 
- Viðbætur vegna umsagna opinberra aðila. 

Sviðsstjóra er falið að svara umsagnaraðilum og þeim er gerðu athugasemdir. 

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna fyrir Hlíðarhverfi með þeim breytingum sem hafa orðið á henni eftir auglýsingu, með fyrirvara um umsögn Minjastofnunar. Tillögunni er vísað til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. 
        
3.     Breyting á deiliskipulagi við Víðihlíð - 1911034
    Þarfagreining fyrir félagsaðstöðu eldri borgara við Víðihlíð liggur fyrir, byggingarreitur þarf að vera um 500 m2. 

Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. 

        
4.     Víkurhóp 41-55 - breyting á deiliskipulagi - 2009104
    Eignarhaldsfélagið Normi ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar, vesturhluti.Óskað er eftir að breyta lóðamörkum þannig að lóðirnar Víkurhóp 41-47 og 49-55 verði gerðar jafnstórar, þ.e. 45 m að breidd og að heimilt verði að hafa 5 lóðir hvoru megin. Heildarfjöldi lóða yrði því 10 og byggingareitur fyrir hverja lóð 7m x 13 m. 

Skipulagnefnd heimilar umsækjenda að fara umbeðna deiliskipulagsbreytingu og að það verði gert í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sviðsstjóra falið að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða að sunnanverðu og tveimur lóðum að norðanverðu. Grenndarkynningartími er amk. 4 vikur í samræmi við 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd vekur athygli lóðarhafa/umsækjanda á eftirfarandi: 
Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við breytingu á innviðum (t.d. rafmagn, vatnslagnir og fráveita) á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar. 
        
5.     Hverfisskipulag í Grindavík - 1909137
    Vegna Covid-19 var ekki hægt að setja á íbúafund vegna hverfisskipulagsins. 

Ráðgjafi hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig við höfum samráð við íbúa í gegnum samráðsgátt á netinu. Skipulagsnefnd samþykkir tillögu ráðgjafa. Skoðað verður hvort þörf sé á íbúafundi þegar aðstæður leyfa. 
        
6.     Stamphólsvegur 4 - Umsókn um byggingarleyfi - 2010033
    Umsókn um byggingarleyfi við Stampholsveg 4. Sótt er um breytingu á þegar útgefnu byggingarleyfi við Stamphólsveg 4 vegna óska um breytta notkun. Óskað er eftir leyfi til að nota efri hæð hússins sem íbúð fyrir skammtímaleigu/gistingu ferðamanna. Sviðsstjóri hefur grenndarkynnt beiðnina fyrir lóðarhafa að Stamphólsvegi 2. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 
        
7.     Víkurbraut 27 - umsókn um byggingarleyfi - 2010040
    Anton Guðmundsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa máls. 

Sótt er um byggingarleyfi fyrir Víkurbraut 27 vegna breytinga á innra skipulagi. Lýsing á byggingarleyfisumsókn er "Reyndarteikning og breyting á matshlutum. 

Ekki er þörf á að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina þar sem um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Er þetta í samræmi við 3.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin. Í samræmi við 6 gr. samþykktar um skipulagsnefnd í Grindavík þá er um fullnaðarafgreiðslu að ræða. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 

        
8.     Sólbakki - Umsókn um byggingarleyfi - 2010023
    Sótt er um byggingarleyfi fyrir því að byggja kalda geymslu við Sólbakka í Þórkötlustaðarhverfi. Geymslan verður bárujárnsklætt timburhús með sama útliti og sömu litum og íbúðarhúsið. 

Í skilmálum verndaráætlunar Þórkötlustaðarhverfis segir m.a. að áður en sveitarstjórn tekur ákvörðun um hvort veita skuli leyfi til framkvæmda skal leita álits Minjastofnunar. Byggingaráform verða síðan grenndarkynnt hagsmunaaðilum og þeim gefin tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri. Hagsmunaaðilar teljast vera lóðarhafar innan Þórkötlustaða. 

Skipulagsnefnd samþykkir að sviðsstjóri leiti álita Minjastofnunar og grenndarkynni áformin fyrir íbúum Þórkötlustaða. 
        
9.     Víkurhóp 57 - umsókn um byggingarleyfi - 2010031
    Bjarg íbúðarfélag sækir um byggingarleyfi fyrir 12 íbúða fjölbýlishúsi við Víkurhóp 57. 

Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti og vísar til bæjarstjórnar til fullnaðarafgreiðslu. Byggingarleyfi er gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi gögn hafa borist embættinu. 
        
10.     Umsókn um framkvæmdarleyfi - efnistaka í Húsafelli og Fiskidalsfjalli - 2010042
    G.G. Sigurðsson óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Húsafelli og Fiskidalsfjalli. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. 
        
11.     Umsókn um framkvæmdarleyfi - geymslusvæði við Nesveg - 2010041
    Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna stækkunar á púða fyrir geymslusvæði við Nesveg, norðan Eyjabakka. 

Máli frestað. 
        
12.     Fjárhagsáætlun skipulags- og umhverfissviðs 2021 - 2009107
    Vinna vegna fjárhagsáætlunar Grindavíkurbæjar fyrir árið 2021. 

Máli frestað. 
        
13.     Afgreiðslunefnd byggingarmála - 48 - 2010013F 
    Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarmála lögð fram til upplýsinga. 
    

       
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.

     
        


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135