Bleikur dagur á morgun

  • Fréttir
  • 15. október 2020
Bleikur dagur á morgun

Á morgun, föstudaginn 16. október verður haldinn árlegur bleikur dagur. Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma. Er þetta gert svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning og samstöðu.

Nokkrar stofnanir bæjarins hafa auglýst bleika daginn á morgun, t.d. bókasafnið, Leikskólinn Laut og Grunnskólinn. Þá nefnir vefur Bleiku slaufunnar sérstaklega Hérastubb bakara í Grindavík í upptalingu sinni á þeim vinnustöðum sem hafa verið duglegir að smella einhverju góðgæti í ofnainn og skreyta í tilefni dagsins.  Sé tíminn naumur megi líka leita til þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem leggja Bleiku slaufunni lið með bleiku góðgæti - hér eru nokkur dæmi.

Heimasíðan myndi gjarnan vilja fá sendar myndir af bleika deginum á morgun sem birtar verða um helgina á vefsíðunni. Hægt er að senda myndir á heimasidan@grindavik.is 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Fréttir / 19. október 2020

Framkvćmdir viđ Grindavíkurveg á morgun

Grunnskólafréttir / 16. október 2020

Vetrarleyfi 19. og 20.október

Grunnskólafréttir / 14. október 2020

Fyrsti bekkur hugleiđir

Fréttir / 14. október 2020

Sjaldgćfur fugl vekur athygli í Grindavík

Grunnskólafréttir / 12. október 2020

Skóli á grćnni grein

Grunnskólafréttir / 9. október 2020

Umferđaröryggi

Fréttir / 9. október 2020

Lokun á vatnsveitu til hádegis

Fréttir / 6. október 2020

Mismunandi einkenni COVID-19, kvefs og flensu

Fréttir / 6. október 2020

Daníel Leó genginn til liđs viđ Blackpool