Sjaldgćfur fugl vekur athygli í Grindavík

  • Fréttir
  • 14. október 2020
Sjaldgćfur fugl vekur athygli í Grindavík

Í vikunni birti Eyjólfur Vilbergsson, áhugaljósmyndari, mynd af sjaldgæfum fugli sem hann varð var við í garðinum hjá sér. Myndin vakti athygli fuglaskoðara á Facebook og áður en langt um leið voru nokkrir áhugamenn um fuglinn mættir til Grindavíkur að skoða hann. Einhverjum þótti þetta undarlegt og hafði ekki hugmynd um að þetta væru fuglaáhugamenn. Var lögreglan því látin vita. Þegar lögreglan mætti á svæðið til að athuga málið kom hið rétta í ljós. Þessi sjaldgæfi fugl hafði laðað þá hingað enda ekki að ástæðulausu. Fuglinn er einstaklega fagur og minnir pínu á gára tegundina af páfagauk. 

Eftirfarandi birtist á Facebook síðu fuglaáhugamanna:

"Frábær fugladagur í dag. Þessi fallegi litli ameríski fugl sem kallast fléttuskríkja á íslensku en Northern parula á ensku (Setophaga americana) var í garðinum hjá meistara Eyjólfur Vilbergsson í Grindavík í dag. Þeir gerast ekki mikið fallegri en þessi."

Ljósmyndir með frétt: Þorfinnur Sigurgeirsson 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Fréttir / 19. október 2020

Framkvćmdir viđ Grindavíkurveg á morgun

Grunnskólafréttir / 16. október 2020

Vetrarleyfi 19. og 20.október

Grunnskólafréttir / 14. október 2020

Fyrsti bekkur hugleiđir

Fréttir / 14. október 2020

Sjaldgćfur fugl vekur athygli í Grindavík

Grunnskólafréttir / 12. október 2020

Skóli á grćnni grein

Grunnskólafréttir / 9. október 2020

Umferđaröryggi

Fréttir / 9. október 2020

Lokun á vatnsveitu til hádegis

Fréttir / 6. október 2020

Mismunandi einkenni COVID-19, kvefs og flensu

Fréttir / 6. október 2020

Daníel Leó genginn til liđs viđ Blackpool