Bókasafniđ á tímum COVID-19

  • Bókasafnsfréttir
  • 6. október 2020

Kæru lánþegar.

Frá því í vor höfum við á bókasafninu sótthreinsað allar bækur að utan og látið þær bíða í sólarhring áður en við setjum þær aftur í útlán og frá því að skólinn hófst að nýju í ágúst, höfum við lokað skólasafninu kl. 13:30 og sótthreinsað alla snertifleti, áður en við opnum almenningssafnið kl. 14:00.
Við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram í núverandi landslagi, en nú er staðan í samfélaginu þannig að við ætlum að herða okkur enn meira í sóttvörnum.

Frá og með morgundeginum verður aðeins einn starfsmaður á vakt frá 14:00-18:00 og mun sá starfsmaður ekki hitta þá starfsmenn sem sjá um skólabókasafnið á morgnana til að forðast smithættu eins og okkur er framast unnt.

Við minnum líka á að allir lánþegar með gild skírteini hafa aðgang að rafbókasafninu og hægt er að senda tölvupóst á bokasafn@grindavik.is til að fá upplýsingar um hvernig á að skrá sig inn þar, eða skoða þær leiðbeiningar sem borgarbókasafnið setti upp og eiga við á bókasafni Grindavíkur líka:

https://borgarbokasafn.is/rafbokasafnid 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir