Ný barnabók, Hasar í hrauninu, gerist í Grindavík

  • Fréttir
  • 21. september 2020
Ný barnabók, Hasar í hrauninu,  gerist í Grindavík

Ný bók er væntanleg frá barnabókahöfundinum Sigríði Etnu Marinósdóttur en þriðja bók hennar, Hasar í hrauninu, kemur út á næstu vikum. Sigríður Etna hefur áður gefið út tvær bækur um tvíburana Etnu og Enok en sögusvið þeirra bóka eru heimahagar Sigríðar Etnu, Tálknafjörður. Í nýjustu bók hennar er hraunið í Grindavík sögusviðið og á forsíðu nýju bókarinnar má sjá hraunið þakið mosa og Þorbjörn í baksýn. 

"Þegar ég flutti til Grindavíkur sá ég fljótt að hér ríkir mikið grindavíkurstolt. En það skrítna var að þegar ég fór að spyrja fólk út í sögulega viðburði eða um nöfn á ýmsum staðháttum, fjöllum o.fl. þá vissi fólk sjaldan svarið. Ég fékk þá hugmynd fyrir svolitlu síðan að skrifa barnabók sem tengist Grindavík. Vonandi munu foreldrar og uppeldisstofnanir í bæjarfélaginu geta nýtt sér bókina til að kynna nærumhverfi og sögu Grindavíkur fyrir börnunum sem hér búa.  En bókin er góð kynning fyrir svæðið."

Bókin fjallar um vinina Þórkötlu, Gnúp og Járngerði. Þeim þyrstir í ævintýri og ákveða að fara að leika sér í hrauninu í kringum bæinn sinn. Þar kynnast þau hraunbúunum Seltu, Súld, Frosta og Varma. Saman lendir hópurinn í óvæntum atburð sem leiðir þau í spennandi ferðalag í hrauninu. Bókin minnir á mikilvægi vináttunnar og hve nauðsynlegt það sé að standa saman og sýna hugrekki þegar á reynir. 

"Atburðir bókarinnar gerast allir hér í kringum Grindavík. Vinirnir fara saman uppá hið umtalaða fjall Þorbjörn, í Selskóg, að Gálgaklettum, á Hópsnesið, höfnina í Grindavík, Bótina – fjöruna í Grindavík, Einisdal og að lokum í Bláa lónið. Nöfnin á mannsbörnunum eru úr sögu grindvíkinga og nöfnin á hraunbúunum tengjast umhverfinu og náttúrunni hér í kring.  Freydís Kristjánsdóttir, frænka mín, myndskreytti bókina. En hún myndskreytti einnig fyrstu tvær bækurnar mínar," segir Sigríður Etna að lokum. 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Fréttir / 19. október 2020

Framkvćmdir viđ Grindavíkurveg á morgun

Grunnskólafréttir / 16. október 2020

Vetrarleyfi 19. og 20.október

Grunnskólafréttir / 14. október 2020

Fyrsti bekkur hugleiđir

Fréttir / 14. október 2020

Sjaldgćfur fugl vekur athygli í Grindavík

Grunnskólafréttir / 12. október 2020

Skóli á grćnni grein

Grunnskólafréttir / 9. október 2020

Umferđaröryggi

Fréttir / 9. október 2020

Lokun á vatnsveitu til hádegis

Fréttir / 6. október 2020

Mismunandi einkenni COVID-19, kvefs og flensu

Fréttir / 6. október 2020

Daníel Leó genginn til liđs viđ Blackpool