Unniđ ađ ţví ađ skapa störf međ tímabundnum ráđningarstyrkjum

  • Fréttir
  • 18. september 2020
Unniđ ađ ţví ađ skapa störf međ tímabundnum ráđningarstyrkjum

Á íbúafundinum sem haldinn var í gær í Stapa og streymt á Facebook síðum sveitarfélaganna var undirrituð viljayfirlýsing um sköpun starfa á Suðurnesjum. Með viljayfirlýsingunni mun Vinnumálastofnun í samstarfi við sveitarfélög og fyrirtæki á Suðurnesjum vinna að því að skapa störf, með tímabundnum ráðningarstyrkjum, í sex til tólf mánuði fyrir atvinnuleitendur á svæðinu. Við nýráðningar verður boðið upp á mismunandi leiðir sem henta stofnunum og fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum:

a) Ráðning með styrk

b) Nýsköpunarstyrkur

c) Vinnustaðaþjálfun

Reykjanesbæ 17. september 2020

Undir viljayfirlýsinguna rituðu svo aðilar Vinnumálastofnunar, sveitarfélögin á Suðurnesjum og Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi. 

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar sagði á fundinum að mikilvægt verkefni sveitarfélaga, við þær aðstæður sem eru í gangi hér á Suðurnesjunum, sé að þjónustan skerðist ekki eða sem allra minnst. Það sé verðugt verkefni að standa vörð um þjónustuna. Fannar sagði dæmið hafa snúist við rekstarlega séð í Grindavík. Árin 2018 og 2019 hafi skilað góðum afgangi en nú sé staðan verri. Það standi þó ekki til að skerða starfshlutföll hjá Grindavíkurbæ. Grunnverkefnið sé að standa vörð um þjónustuna, reksturinn og framtíðina. 

Það voru Sveitarfélögin á Suðurnesjum ásamt Vinnumálastofnun, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum /Atvinnuþróunarfélaginu Heklunni, Samtökum atvinnurekenda á Reykjanesi og stéttarfélögunum sem boðuðu til fundarins en markmiðið með fundinum var að kynna fyrir íbúum svæðisins þær aðgerðir sem eru í gangi vegna þess atvinnuleysis sem nú er uppi en einnig að hvetja íbúa til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri. 

Þau sem voru með framsögu á fundinum voru eftirfaldir aðilar.

Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum 

Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Guðjón Skúlason, formaður Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi 

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir 


Fundarstjóri; Róbert Ragnarsson 

Þeir sem ekki  náðu að horfa á fundinn geta fljótlega nálgast hann á Facebook síðu Víkurfrétta hér

 

 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Fréttir / 19. október 2020

Framkvćmdir viđ Grindavíkurveg á morgun

Grunnskólafréttir / 16. október 2020

Vetrarleyfi 19. og 20.október

Grunnskólafréttir / 14. október 2020

Fyrsti bekkur hugleiđir

Fréttir / 14. október 2020

Sjaldgćfur fugl vekur athygli í Grindavík

Grunnskólafréttir / 12. október 2020

Skóli á grćnni grein

Grunnskólafréttir / 9. október 2020

Umferđaröryggi

Fréttir / 9. október 2020

Lokun á vatnsveitu til hádegis

Fréttir / 6. október 2020

Mismunandi einkenni COVID-19, kvefs og flensu

Fréttir / 6. október 2020

Daníel Leó genginn til liđs viđ Blackpool