Heilsuleikskólinn Krókur fékk brons hjólavottun

  • Fréttir
  • 17. september 2020
Heilsuleikskólinn Krókur fékk brons hjólavottun

Heilsuleikskólinn Krókur fékk brons hjólavottun sem hjólavænn vinnustaður/leikskóli þegar Sesselja Traustadóttir frá Hjólafærni tók út aðstöðu skólans, hélt fyrirlestur um verkefnið og færði skólastjóra viðurkenningarskjal þess efnis á skipulagsdegi.

Markmið verkefnisins er að vinna að bættum ferðavenjum með því að hvetja starfsmenn og foreldra til að ganga eða hjóla í og úr skólanum ásamt því að bæta aðbúnað og þjónustu við hjólreiðafólk.

Brons vottunin er fyrsta skrefið að því að fjölga þeim sem velja umhverfisvænan og heilsueflandi ferðamáta og segir í frétt á heimasíðu Króks að leikskólinn stefni að sjálfsögðu á Gullið.

Þar segir einnig að verkefnið samræmist vel heilsu- og umhverfisstefnu skólans. Íþróttamiðstöðin hefur nú þegar fengið brons hjólavottun og tjaldstæðið fengið vottun sem hjólavænt tjaldstæði og segjast stjórnendur Króks vera stoltir því að vera í þessum hópi.


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Fréttir / 19. október 2020

Framkvćmdir viđ Grindavíkurveg á morgun

Grunnskólafréttir / 16. október 2020

Vetrarleyfi 19. og 20.október

Grunnskólafréttir / 14. október 2020

Fyrsti bekkur hugleiđir

Fréttir / 14. október 2020

Sjaldgćfur fugl vekur athygli í Grindavík

Grunnskólafréttir / 12. október 2020

Skóli á grćnni grein

Grunnskólafréttir / 9. október 2020

Umferđaröryggi

Fréttir / 9. október 2020

Lokun á vatnsveitu til hádegis

Fréttir / 6. október 2020

Mismunandi einkenni COVID-19, kvefs og flensu

Fréttir / 6. október 2020

Daníel Leó genginn til liđs viđ Blackpool