Fundur 1555

  • Bćjarráđ
  • 3. september 2020

1555. fundur bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, 1. september 2020 og hófst hann kl. 16:00. 
 
 
Fundinn sátu: Hjálmar Hallgrímsson,  formaður, Sigurður Óli Þórleifsson,  varaformaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir,  aðalmaður, Páll Valur Björnsson,   áheyrnarfulltrúi og Helga Dís Jakobsdóttir,  áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn: Jón Þórisson,  sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson,  bæjarstjóri. 
 
Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 
 
Dagskrá: 
 
1.  Ytra mat á skólaþjónustu - 2001019 
 Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, yfirsálfræðingur og formaður fræðslunefndar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Skýrsla frá Háskólanum á Akureyri um ytra mat á skólaþjónustu Grindavíkurbæjar er lögð fram.

2.  Menntamálastofnun: Skýrsla um ytra mat Grunnskóla Grindavíkur - 1806002 
 Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs, yfirsálfræðingur og formaður fræðslunefndar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.  
 
Lagt fram bréf frá Menntamálastofnun vegna umbótaverkefna Grunnskóla Grindavíkur í kjölfar úttektar á starfi skólans.  
 
Samkvæmt bókun fræðslunefndar hefur nefndin reglulega fengið upplýsingar um stöðu umbótaáætlunar í skólanum og hefur undanfarið verið unnið samkvæmt þeirri áætlun og er þeim nú lokið.  Bæjarráð tekur undir með fræðslunefnd og lítur svo á að vel hafi tekist til með umbætur í skólanum.  

3.  Verkefni umhverfis- og skipulagssviðs - 2008107  

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.  

Lagt fram yfirlit yfir verkefni sviðsins síðastliðið sumar.

4.  Stígur frá Grindavík vestur að golfvelli - 2002001  

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.  Hönnun stígsins og kostnaðaráætlun lögð fram.

5.  Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs - Beiðni um fjárstuðning - 2008046  

Lögð fram beiðni um fjárstuðning lögð fram.  

Bæjarráð vísar erindinu til umræðu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.

6.  Fjárfestingaryfirlit janúar-júní 2020 - 2008108  

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.  Fjárfestingaáætlun 2020 lögð fram ásamt yfirliti yfir framkvæmdir janúar - júní 2020. 

7.  Rekstraryfirlit janúar - júní 2020 - 2008052  

Lagt fram rekstraryfirlit janúar - júní 2020 ásamt skýringum á helstu frávikum.

8.  Fjárhagsáætlun 2021-2024 - Grindavíkurbær og stofnanir - 2007003 
 Drög að tímaramma fyrir fjárhagsáætlun 2021-2024 lögð fram. Einnig er lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslutekjur 2020 og frumáætlun staðgreiðslutekna fyrir árið 2021.  
 
Bæjarráð samþykkir tímaramma fjárhagsáætlunar.

9.  Erindi frá íbúum við Arnarhraun - 2008097 
 Erindið lagt fyrir að beiðni Hallfríðar Hólmgrímsdóttur bæjarfulltrúa.  
 
Bæjarráð vísar erindinu til þjónustumiðstöðvar og óskar eftir tillögum um hvernig hægt sé að gera úrbætur við sparkvöllinn.

10.  Fundargerðir og gögn fjallskilanefndar - 2008039 
 Fundargerð fjallskilanefndar, dags. 19. ágúst 2020, er lögð fram.  
 
Réttað verður í Þórkötlustaðarétt sunnudaginn 20. september kl. 14:00. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna Covid-19 hættustigs almannavarna.

 
11.  Lionsklúbbur Grindavíkur sækir um styrk - 2008083 
 Umbeðin styrkbeiðni jafngildir húsaleigu sem klúbburinn greiddi vegna kútmagakvölds sem haldið var í íþróttahúsinu í mars 2020 sem er 152.000 kr..  
 
Bæjarráð samþykkir erindið af styrktarlið bæjarráðs. 
 
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135