Fundur 97

  • Frístunda- og menningarnefnd
  • 3. september 2020

97. fundur frístunda- og menningarnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, 2. september 2020 og hófst hann kl. 16:00.


Fundinn sátu:
Margrét Kristín Pétursdóttir, varamaður, Þórunn Erlingsdóttir,  aðalmaður,
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, aðalmaður, Alexander Veigar Þórarinsson,  aðalmaður, Irmý Rós Þorsteinsdóttir,  formaður, Jón Júlíus Karlsson,  áheyrnarfulltrúi og Eggert Sólberg Jónsson,  sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.


Fundargerð ritaði:  Eggert Sólberg Jónsson, Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Dagskrá:

1.     Verklagsreglur vegna vals á íþróttafólki Grindavíkur - 2001080
    Lagðar fram tillögur að breytingum á verklagsreglum vegna vals á íþróttafólki Grindavíkur. Frístunda- og menningarnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs. 
        
2.     Jafnréttis- og aðgerðaáætlun UMFG - 2007051
    Lagt fram minnisblað um ákvæði er snúa að jafnréttismálum í samstarfssamningi Grindavíkurbæjar og aðalstjórnar UMFG og samskipta sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs við aðalstjórn UMFG vegna jafnréttismála innan félagsins. 

Frístunda- og menningarnefnd fagnar því að hafin sé vinna við gerð jafnréttisstefnu fyrir UMFG ásamt aðgerðaáætlun. 
        
3.     Framtíðaruppbyging íþróttamannvirkja í Grindavík - 2008082
    Ungmennafélag Grindavíkur óskar eftir því að hefja samstarf við Grindavíkurbæ við vinnu að nýrri framtíðarsýn íþróttasvæðsins í Grindavík. 

Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að skipaður verði starfshópur til að leggja mat á kostnað og hugsanlegar sviðsmyndir vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja í Grindavík. Sviðsstjóra er falið að leggja fram tillögu að erinindisbréfi fyrir bæjarráð.
        
4.     Fjárhagsáætlun 2021 - Frístunda- og menningarsvið - 2008007
    Rætt um áherslur í fjárhagsáætlunargerð á frístunda- og menningarsviði fyrir árið 2021. 
        
5.     Lýðheilsuvísar fyrir Suðurnes 2020 - 2008041
    Lagðir fram lýðheilsuvísar fyrir Suðurnes 2020. 

        
6.     Vöktun áhrifaþátta heilbrigðis í Grindavík 2019 - 2008095
    Lagðar fram niðurstöður könnunar á áhrifaþáttum heilbrigiðs sem framkvæmd var meðal Grindvíkinga árið 2019. 
        
7.     Kvöldopnun í Þrumunni fyrir ungmenni 16 ára og eldri - 2008074
    Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar leggur til að húsnæðið verði opið eitt kvöld í viku fyrir ungmenni, 16 ára og eldri. 

Frístunda- og menningarnefnd tekur jákvætt í hugmyndina og vísar málinu til bæjarráðs. 
        
8.     Leiksvæði í Selskógi - 2006015
    Rætt um mögulegar endurbætur á leiksvæðinu í Selskógi. Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að við gerð deiliskipulags fyrir Selskóg verði gert ráð fyrir leiksvæði sem fellur að umhverfinu, samnaber önnur skógræktarsvæði á landinu. 
        
9.     Viðburðir um jól og áramót 2020-2021 - 2008006
    Lagt fram minnisblað um viðburði á vegum Grindavíkurbæjar um jól og áramót 2020-2021. Sviðsstjóra falið að leggja minnisblaðið fyrir bæjarráð. 
        
10.     Starfsemi Kvikunnar 2020 - 2008073
    Lögð fram samantekt verkefnastjóra framtíðarþróunar Kvikunnar um starfsemina í húsinu það sem af er ári 2020. Frístunda- og menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þær breytingar sem orðið hafa á starfsemi hússins á árinu. Nefndin leggur áherslu á að áfram verði unnið að þróun hússins á árinu 2021. 
        
11.     Endurskoðuð jafnréttisáætlun 2020 - 2007002
    Drög að jafnréttisáætlun Grindavíkurbæjar lögð fram. 
        
12.     Boð um kaup á uppstoppuðum fuglum - 2007064
    Lagt fram boð um kaup á safni af uppstoppuðum fuglum í einkaeigu. Sviðsstjóra falið að afla frekari upplýsinga fyrir næsta fund nefndarinnar. 
        
13.     Sjávarréttahátíð í Grindavík 2020 - 1910079
    Sjávarréttahátíð sem fram átti að fara í Grindavík haustið 2020 hefur verið frestað til ársins 2021.
        
14.     Endurskoðun menningarstefnu Grindavíkurbæjar - 1903070
    Frestað til næsta fundar. 
        
15.     Sjávarauðlindaskólinn 2020 - 2008005
    Starfsskýrsla Sjávarauðlindaskólans sumarið 2020 lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.
 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Bćjarráđ / 20. október 2020

Fundur 1561

Skipulagsnefnd / 19. október 2020

Fundur 78

Afgreiđslunefnd byggingamála / 15. október 2020

Fundur 48

Afgreiđslunefnd byggingamála / 7. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarráđ / 13. október 2020

Fundur 1560

Frístunda- og menningarnefnd / 7. október 2020

Fundur 98

Bćjarráđ / 6. október 2020

Fundur 1559

Frćđslunefnd / 1. október 2020

Fundur 102

Bćjarstjórn / 29. september 2020

Fundur 510

Bćjarráđ / 22. september 2020

Fundur 1558

Skipulagsnefnd / 21. september 2020

Fundur 77

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 17. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 15. september 2020

Fundur 1557

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 8. september 2020

Fundur 1556

Frćđslunefnd / 17. september 2020

Fundur 101

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Skipulagsnefnd / 31. ágúst 2020

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 3. september 2020

Fundur 97

Frćđslunefnd / 20. ágúst 2020

Fundur 99

Bćjarstjórn / 25. ágúst 2020

Fundur 509

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2020

Skipulagsnefnd, fundur 75

Bćjarráđ / 11. ágúst 2020

Fundur 1554

Bćjarráđ / 15. júlí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1553

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552