Auglýst eftir umsóknum um styrki vegna forvarnamála

  • Fréttir
  • 1. september 2020

Grindavíkurbær auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna forvarnamála. Markmið með úthlutun styrkja til forvarnamála er m.a. að bæta andlega líðan, heilsu og sjálfsmynd, sem og að draga úr og hindra neikvæða hegðun, svo sem vímuefnaneyslu, ofbeldi og afbrot. Með styrkjunum er stefnt að því að veita einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til frumkvæðis og nýsköpunar í Grindavík.

Styrkir eru eingöngu veittir til verkefna með að minnsta kosti eina af eftirtöldum áherslum:

  • Forvarnir í þágu barna og unglinga.
  • Efling félagsauðs.
  • Bætt lýðheilsa.
  • Markvisst samstarf íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í þágu forvarna og félagsauðs.

Ekki er veittur styrkur til reglubundins reksturs eða reglubundins launakostnaðar. Ekki eru veittir styrkir til sama verkefnis oftar en einu sinni nema sérstakur rökstuðningur fylgi.

Forvarnateymi Grindavíkurbæjar hefur umsjón með styrkveitingum. Umsækjendum er bent á að kynna sér verklagsreglur um úthlutun styrkja til forvarnamála

Umsóknareyðublað er að finna hér

Frekari upplýsingar veitir Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs gegnum netfangið eggert@grindavik.is. Umsóknum skulu sendar á framangreint netfang. 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir