Fundur 99

  • Frćđslunefnd
  • 26. ágúst 2020

99. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, 20. ágúst 2020 og hófst hann kl. 16:30.

Fundinn sátu:
Guðmundur Grétar Karlsson,  formaður, Siggeir Fannar Ævarsson,  aðalmaður, Jóhanna Sævarsdóttir,  aðalmaður, Guðbjörg Gerður Gylfadóttir,  aðalmaður, Inga Þórðardóttir tónlistarskólastjóri, Guðlaug Erlendsdóttir aðstoðarskólastjóri grunnskóla, Smári Jökull Jónsson fulltrúi kennara grunnskóla, Gígja Eyjólfsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jenný Rut Guðjónsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri, Fríða Egilsdóttir leikskólastjóri, Dagmar Marteinsdóttir fulltrúi kennara leikskóla. 

Fundargerð ritaði:  Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Yfirsálfræðingur.

Dagskrá:

1.     Skóladagatal 2020-2021 - 2006007
    Lagt fram skóladagata Tónlistarskóla ásamt umsögnum KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulag þess. 
Fræðslunefnd samþykkir fram lagt skóladagatal Tónlistarskólans fyrir skólaárið 2020-2021.
        
2.     Starfsáætlun skólaþjónustu - 1910008
    Kynnt og lagt fram mat á starfsáætlun skólaþjónustu fyrir árið 2019-2020. Lagt fram til kynningar. 
        
3.     Ytra mat á skólaþjónustu - 2001019
    Formaður fræðslunefndar kynnti niðurstöður og skýrslu um ytra mat á skólaþjónustu sem unnið var á síðasta skólaári. 
Fram kemur í skýrslunni að almenn ánægja er með skólaþjónustuna og starfsfólk hennar. Skýrslan bendir á ýmis sóknarfæri sem gefa tækifæri til áframhaldandi þróunar skólasamfélaginu til hagsbóta. 
        
4.     Lærdómssamfélagið í Grindavík - 2008043
    Til umræðu er sá þáttur úttektar á skólaþjónustu og ábendingar um lærdómssamfélag í skólum Grindavíkurbæjar. Umræður um mögulegar leiðir til að efla lærdómssamfélag innan sveitarfélagsins. 
Fræðslunefnd felur skólaþjónustu að skipuleggja kynningu fyrir skólanna á hugtakinu lærdómssamfélag, tryggja ráðgjöf við innleiðingu og viðhald lærdómssamfélagsins. Mikilvægt að kostnaður fari inn í fjárhagsáætlunargerð næsta árs. Málið tekið næst fyrir á fundi í nóvember.
        
5.     Markmið fræðslunefndar á hverju skólaári - 1908139
    Fræðslunefnd leggur fram drög að áherslum nefndarinnar fyrir skólaárið 2020-2021 til umræðu. 
        
6.     Starfsáætlun fræðslunefndar - 1902024
    Fræðslunefnd leggur fram drög að skipulagi dagkrár nefndarfunda skólaárið 2020-2021. 
        
7.     Staða starfsmannamála í skólum Grindavíkurbæjar - 2008042
    Skólastjórnendur gerðu grein fyrir stöðu starfsmannamála hver í sínum skóla. 
Tónlistarskóli: Góð staða, breytt stjórnun og lítur vel út. 
Leikskólinn Laut: Búið að ráða í allar stöður, iðjuþjálfi tekur stöðu sérkennslustjóra. 
Heilsuleikskólinn Krókur: Fáar breytingar og góð staða á faglærðu fólki. 
Grunnskólinn: Fáar breytingar, leiðbeinendur í námi og almennt vel mannað fagfólki. 
        
8.     Fermingarfræðsluferð á skólatíma - 2008047
    Lagt fram erindi frá Andreu Ævarsdóttur og Soffíu Snædísi foreldrum barna í 8. bekk vegna ferðar og fjarveru nemenda úr skóla í fimm daga vegna fermingarfræðslu á vegum þjóðkirkjunnar. 
Siggeir Ævarsson víkur af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis. 
Fræðslunefnd ítrekar 7. grein í reglum Grindavíkurbæjar um samskipti skólanna við trúar- og lífsskoðunarfélög þar sem fram kemur að því er beint til trúar- og lífsskoðunarfélaga að þau skipuleggi fermingarfræðslu og barnastarf með það að leiðarljósi að það trufli ekki lögbundið skólastarf um skemmri eða lengri tíma. Gildandi reglur verða teknar aftur fyrir á fundi nefndarinnar í október. 
        
9.     Menntamálastofnun: Skýrsla um ytra mat. - 1806002
    Lagt fram bréf frá Menntamálastofnun vegna umbótaverkefna Grunnskóla Grindavíkur í kjölfar úttektar á starfi skólans. Lokið er öllum umbótum samkvæmt áætlun skólans. Óskað er eftir mati bæjarstjórnar á því hvernig sveitarfélagi og skóla hefur tekist að vinna að umbótum í skólastarfinu í kjölfar úttektarinnar. 
Fræðslunefnd hefur reglulega fengið upplýsingar um stöðu umbótaáætlunar í skólanum og nú er allar umbætur komnar í framkvæmd. Sumar umbætur eru þannig í eðli sínu að þeim lýkur aldrei. 
        
10.     Skóladagatal grunnskóla 2020-2021 - 2005004
    Skólastjóri leggur fram skóladagatal Grunnskóla Grindavíkur fyrir skólaárið 2020-2021. Breyting var gerð frá því það var lagt fram sl. vor þar sem dagafjöldi stóðst ekki. 
Fræðslunefnd samþykkir fram lagt skóladagatal fyrir skólaárið 2020-2021 með fyrirvara um samþykki skólaráðs. 
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Bćjarráđ / 20. október 2020

Fundur 1561

Skipulagsnefnd / 19. október 2020

Fundur 78

Afgreiđslunefnd byggingamála / 15. október 2020

Fundur 48

Afgreiđslunefnd byggingamála / 7. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarráđ / 13. október 2020

Fundur 1560

Frístunda- og menningarnefnd / 7. október 2020

Fundur 98

Bćjarráđ / 6. október 2020

Fundur 1559

Frćđslunefnd / 1. október 2020

Fundur 102

Bćjarstjórn / 29. september 2020

Fundur 510

Bćjarráđ / 22. september 2020

Fundur 1558

Skipulagsnefnd / 21. september 2020

Fundur 77

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 17. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 15. september 2020

Fundur 1557

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 8. september 2020

Fundur 1556

Frćđslunefnd / 17. september 2020

Fundur 101

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Skipulagsnefnd / 31. ágúst 2020

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 3. september 2020

Fundur 97

Frćđslunefnd / 20. ágúst 2020

Fundur 99

Bćjarstjórn / 25. ágúst 2020

Fundur 509

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2020

Skipulagsnefnd, fundur 75

Bćjarráđ / 11. ágúst 2020

Fundur 1554

Bćjarráđ / 15. júlí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1553

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552