Virđum reglur um lausagöngu hunda

  • Fréttir
  • 13. ágúst 2020
Virđum reglur um lausagöngu hunda

Nokkuð hefur borið á því að hundaeigendur í Grindavík séu ekki að fara eftir samþykktum um hundahald á Suðurnesjum. Því miður eru einhverjir hundaeigendur með hunda lausa innanbæjar og á útivistarsvæðum bæjarins, t.d. niðri í Bót og við Þorbjörn.

Því miður hefur það gerst, að hundar ráðist á gangandi vegfarendur og aðra hunda sem þá eru í taumi. 

Umhverfis- og ferðamálanefnd bæjarins hefur fjallað um þessi mál á fundum sínum eftir ábendingar íbúa og óskað eftir að merkingar verði settar upp á þeim svæðum þar sem hundaeigendur eru að losa hunda sína úr taumi. Samkvæmt samþykktum um hundahald á svæðinu er lausaganga hunda bönnuð á almannafæri. 

Í vinnslu er hjá bæjaryfirvöldum að setja upp hundagerð í Grindavík þar sem hægt er að fara með hunda og taka úr taumi. Þar til það kemst í notkun eru hundaeigendur beðnir um að virða þær reglur um hundahald sem í gildi eru. 

Þeim tilmælum er hér með beint til hundaeigenda að hafa hunda sína í taumi og hreinsa einnig upp eftir þá á almannafæri. Þvi verður augljóslega ekki komið við ef hundurinn gengur laus án eiganda síns. 

 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Grunnskólafréttir / 18. september 2020

Vinabekkir fóru Gleđileiđina saman

Fréttir / 14. september 2020

Krakkasmiđja í fyrramáliđ í Kvikunni

Fréttir / 11. september 2020

Pálmar spilar á Fish House annađ kvöld

Fréttir / 8. september 2020

Úrslitaleikur 5. flokks á Grindavíkurvelli

Fréttir / 8. september 2020

Liđveitendur óskast

Fréttir / 7. september 2020

Slysavarnaćfing viđ höfnina

Fréttir / 3. september 2020

Haustkransagerđ međ Guggu