Var hikandi ađ stofna eitthvađ batterí í kringum nafniđ sitt

  • Fréttir
  • 13. ágúst 2020
Var hikandi ađ stofna eitthvađ batterí í kringum nafniđ sitt

Margrét Ósk ólst upp í Grindavík stóran hluta æskunnar en flutti síðan til Reykjavíkur og náði sér þar í BA gráðu í grafískri hönnun frá LHÍ. Margrét  hefur verið sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður í 5 ár og hefur unnið fjölmörg glæsileg verkefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki um allt land. Nokkur af þeim verkefnum hefur hún unnið í Grindavík. Margrét Ósk er nýgift Páli Guðmundssyni og saman eiga þau soninn Guðmund Alex.

Nýlegasta verkefnið hennar er hönnun sem kemur að Biskaupsstofu, Miðstöð Sameinuðu þjóðanna og svo götulistaverk hjá Grindavíkurbæ. Margréti finnst mjög skemmtilegt að vinna að þessu verkefni en uppáhalds verkefnin hennar eru stór umhverfisverk. Hún segir að rosalega vel gangi með verkið og að vinnuskólinn sé að standa sig ótrúlega vel. Einnig hefur hún fundið fyrir spenningi og vandvirkni frá þeim sem vinna að verkinu. 

Í Grindavík málaði Margrét einnig listaverkið af skipinu Mörtu Ágústsdóttur sem prýðir stóran og stæðilegan vegg hjá veitingastaðnum Brúnni. Hún segir einnig vera mikið af listaverkum eftir hana á mörgum heimilum í Grindavík ásamt því að verk eftir hana séu seld hjá Guggu í Blómakoti. Aðspurð hvað sé á óskalistanum fyrir næsta verk segir Margrét sig lengi hafa dreymt um að hanna listaverk á hvítu tankana niðri á bryggju, hún segir það vera kjörinn striga. 

Margrét Ósk var til viðtals í nýjasta tölublaði Járngerðar sem kom út í vor og má lesa í heild sinni hér. Þá má skoða fleiri verk Margrétar á Facebook síðu hennar. 

Sumarið 2016 sá Margrét um útlit og veggmyndir á nýju hóteli á Siglufirði, þar sem hún fékk að ráða myndefninu. „Þar málaði ég átta veggmyndir á fjórar hæðir hótelsins.  Ég hef einnig gert veggmyndir á alls konar stöðum í miðbænum, Kvosin hotel, American Bar, Frederiksen Ale house, Scandinavian, Lamb Street food og Hlemm mathöll. Síðan málaði ég veggmynd á veitingarstaðnum Brúnni við bryggjuna í Grindavík, held mikið uppá þá veggmynd, fannst hún heppnast vel.

Hvað kom til að þú stofnaðir MÓHH verk?
„Verkefnin byrjuðu að koma inn í mun meira magni og mig vantaði miðil til að halda utan um þau. Páll, unnusti minn hvatti mig til að byrja með Facebook síðu í kringum árið 2011. Á þessum tíma var ég 19 ára og sjálfsöryggi mitt sem listamaður og hvað þá hönnuður var ekki alveg til staðar. Ég var hikandi að stofna eitthvað batterí í kringum nafnið mitt. Var ekki viss um að það myndi leiða til nokkurs. Palli sannfærði mig þó og ég stofnaði síðuna árið 2011 og síðan þá hef ég selt fleiri verk en ég hef tölu yfir. Tvímyndaserían er t.d. mjög vinsæl en ég hef selt yfir 3.000 verk í þeirri seríu.“

Margrét segist fyrst hafa aðallega verið í því að teikna penna- og blýantsteikningar eftir ljósmyndum fólks. „Síðan fór fólk að panta stærri myndir og meira magn. Akryl málverk sem fór svo yfir í logo, veggmyndir og fleira. Það hefur aukist til muna eftir að ég byrjaði í náminu og ég hef fengið stærri verkefni og meiri umfjöllun. 

Hver eru þín stærstu verkefni?
„Nýjustu verkefnin mín eru m.a. að hanna glerfilmur í 900 fm af gleri í húsnæði Biskupsstofu í Katrínartúni (Gömlu höfuðstöðvar Wow air). Ég hef einnig hannað merki/logo fyrir stór og smá fyrirtæki t.d Crossfit Grindavík. En ætli mér þyki ekki veggmyndir skemmtilegustu verkefnin að vinna.“

Hvað veitir þér innblásturinn?
Það er svo ótrúlega margt sem veitir mér innblástur. Oftast þegar ég leggst á koddann á kvöldin í þeim tilgangi að sofna þá flæða hugmyndir og pælingar. Núna í BA-lokaverkefninu mínu eru það alls konar hlutir. Ljótir og fallegir í hversdagsleikanum. 

Bók væntanleg eftir söfnun á Karolina Fund
Í vor sagði Margrét að annað verkefni sem sér þætti einstaklega vænt um væri verkefni sem hún ynni í samvinnu við tvíburasystur sína Alexíu. "Þar er það sonur minn Guðmundur Alex sem veitir mér mestan innblástur ásamt sambandið mitt við systur mína og fólkið mitt. Við erum að gefa út barnabók saman. Þar sem ég geri myndskreytingarnar og Alexía sér um söguna. Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði fyrir svolitlu síðan en er núna á lokastigum þar sem við erum með Karolina Fund síðu til að safna fyrir prentuninni. Mjög spennandi verkefni sem við vonum svo innilega að gangi upp hjá okkur og verði mögulega að einhverju meira. Við erum nú þegar með hugmyndir að fleiri bókum ef þessi gengur vel." Margrét Ósk sagði í að nú væri bókin væntanleg eftir viku. 

Götulistaverkið við Hópsskóla

Margrét er fjölhæfur listamaður og hefur sýnt það með verkum sínum. Hennar nýjasta verkefni hér í Grindavík er götulistaverkið sem unnið var í sumar á Suðurhóp við Hópsskóla ásamt vinnuskólanum í bænum. Markmiðið með máluninni er að hægja á umferð og leggja áherslu á umferð barna við götuna. Myndefnið endurspeglar lífríkið í hafinu við Grindavík og er eitt stærsta götulistaverk á Suðurnesjum. Grindavíkurbær fékk Margréti til þess að gera skissur að götuverkinu við Hópskóla. Vel heppnaðist og hannaði Margrét verkið sem vinnuskólinn sá svo um að mála á götuna. Verkið er frekar einfalt og barnvænt þar sem að það stendur við Hópsskóla. Verkið á að höfða vel til barna og eru lífverurnar í verkinu þær sem að lifa í sjónum umhverfis Grindavík. Allir hvalirnir eru í raunstærð og tengir það okkur við raunveruleikann sem hafið geymir. Í verkinu má sjá hvali líkt og hrefnu, hnýsur og hnúfubak.

 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Grunnskólafréttir / 18. september 2020

Vinabekkir fóru Gleđileiđina saman

Fréttir / 14. september 2020

Krakkasmiđja í fyrramáliđ í Kvikunni

Fréttir / 11. september 2020

Pálmar spilar á Fish House annađ kvöld

Fréttir / 8. september 2020

Úrslitaleikur 5. flokks á Grindavíkurvelli

Fréttir / 8. september 2020

Liđveitendur óskast

Fréttir / 7. september 2020

Slysavarnaćfing viđ höfnina

Fréttir / 3. september 2020

Haustkransagerđ međ Guggu