Nýr Visit Grindavík vefur kominn í loftiđ

  • Fréttir
  • 6. júlí 2020
Nýr Visit Grindavík vefur kominn í loftiđ

Nýr ferðavefur um Grindavík er kominn í loftið. Um er að ræða uppfærslu á Visit Grindavík þar sem finna má alla þá afþreyingu, matsölustaði og gistingu sem boðið er upp á í bænum. Nýtt útlit er komið á vefinn auk þess sem þar má finna þau myndbönd sem hafa verið til sýningar á samfélagsmiðlum um Grindavík. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að breiða út boðskapinn um hversu frábært er að koma til Grindavíkur og hversu mikið er í boði fyrir gesti okkar. 

Við hvetjum alla þá sem vilja koma að upplýsingum um sína þjónustu, til að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóstfangið grindavik@grindavik.is. Líka ef þeir sem fyrir eru vilja uppfæra upplýsingar eða myndefni. 

 


Deildu ţessari frétt