Elínborg tekur viđ Ţrumunni

  • Fréttir
  • 30. júní 2020
Elínborg tekur viđ Ţrumunni

Elínborg Ingvarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar. Elínborg er uppalin í Grindavík og býr yfir fjölbreyttri reynslu sem nýtast mun í starfi. 

Elínborg hefur starfað með börnum og unglingum frá 16 ára aldri, m.a. sem leiðbeinandi í Þrumunni, lögreglukona, knattspyrnuþjálfari og leiðbeinandi á sumarnámskeiðum. Hún lauk námi í Lögregluskóla ríkisins 2013, B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði 2018 og mun ljúka M.A. gráðu í stjórnun og tómstundastarfi, tómstunda- og félagsmálafræði í október.

Við bjóðum Elínborgu velkomna til starfa!
 


Deildu ţessari frétt