Fundur 6

  • Öldungaráđ
  • 29. júní 2020

6. Fundur í öldungaráði Grindavíkurbæjar, fimmtudaginn 23. janúar 2020, kl 17.00, haldinn í húsnæði eldri borgara að Víkurbraut 27 

Fundinn sátu: Sigurður Ágústsson, formaður, Sæmundur Halldórsson, Fanný Laustsen, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Friðrik Björnsson og Margrét Gísladóttir, varamaður fyrir Helga Einarsson. 
Fundargerð ritaði: Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir.

1. Fundur settur – Sigurður setti fundinn.
2. Ráðið skiptir með sér verkum

Eftirfarandi eru fulltrúar febG í öldungarráði Grindavíkur, Fanný Laustsen aðalmaður og Helgi Einarsson aðalmaður varamenn þeirra eru Margrét Gísladóttir, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir og Ólafur R. Sigurðsson. Sigurður Ágústsson er kjörinn formaður en hann er einnig fulltrúi febG. Eftirfarandi fulltrúar í ráðinu tilnefndir af bæjarstjórn eru, Friðrik Björnsson aðalmaður og Anton Guðmundsson varamaður, Sæmundur Halldórsson varaformaður og varamaður hans Guðmundur Pálsson. Fulltrúi bæjarstjórnar er Hallfríður G Hólmgrímsdóttir sem einnig er ritari, varamaður hennar er Gunnar Már Gunnarsson. Fulltrúi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er Ingibjörg Þórðardóttir og varamaður hennar er Rebekka Ólafsdóttir.
3. Farið yfir samþykktir
Farið var yfir samþykktir fyrir öldungaráð Grindavíkurbæjar og þær samþykktar samhljóða.
4. Ræða aðkallandi mál
Ákveðið var að senda sviðstjóra félagsþjónustu- og fræðslusvið erindi varðandi eignarhald á „rúmum“ sem keypt voru á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir mörgum árum síðan. Kanna hvernig nýting á þeim hefur verið þessi ár sem þau hafa verið í eigu Grindavíkurbæjar ásamt því að kanna hvort ekki megi nýta fjármuni sem í þeim liggja á betri hátt. Einnig var ákveðið að senda bæjarráði erindi varðandi umsókn um fjárframlag úr framkvæmdarsjóði aldraðra til uppbyggingar og fjölgunar hjúkrunarrýma við Víðihlíð en það er afar brýnt að þeim verði fjölgað.
Skorað er á bæjarstjórn að endurskoða leiguverð á íbúðum í Víðihlíð þar sem þau eru hærri en í nágrannasveitarfélögum okkar.  Farið var yfir málefni tengd endurhæfingu á hjúkrunardeildinni þar sem ekki er starfandi sjúkraþjálfari né iðjuþjálfi. 
5. Önnur mál
Farið var yfir verkefni öldungaráðs og hlutverk. 
Við fögnum því að samþykkt hafi verið að fara í Janusarverkefnið en haldin var kynning á verkefninu í september s.l. Það kom fram að lífsgæði eldri borgara stóraukast við þátttöku í slíku verkefni svo ekki sé talað um fjárhagslegan ávinning. Lámarks fjölda þátttakenda þarf til þess að virkja verkefnið því er brýnt að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í því. Hvetjum við sviðstjóra og aðra fagaðila sem að verkefninu koma að kynna það vel fyrir eldri borgurum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18.17


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Bćjarráđ / 11. ágúst 2020

Fundur 1554

Bćjarráđ / 15. júlí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1553

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72

Frćđslunefnd / 20. maí 2020

Fundur 97

Bćjarráđ / 19. maí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1548

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 13. maí 2020

Fundur 44

Bćjarráđ / 12. maí 2020

Fundur 1547

Frćđslunefnd / 7. maí 2020

Fundur 96

Frístunda- og menningarnefnd / 6. maí 2020

Fundur 95

Frístunda- og menningarnefnd / 24. apríl 2020

Fundur 94

Frístunda- og menningarnefnd / 11. maí 2020

Fundur 93

Frístunda- og menningarnefnd / 4. mars 2020

Fundur 92

Frístunda- og menningarnefnd / 5. febrúar 2020

Fundur 91

Bćjarráđ / 5. maí 2020

Fundur 1546

Bćjarstjórn / 28. apríl 2020

Fundur 506