Malbikun framundan

  • Fréttir
  • 29. júní 2020
Malbikun framundan

Framundan er malbikun gatna í Grindavík en á meðan vinnu stendur eru íbúar og vegfarendur beðnir um að sýna tillitssemi. Frekari upplýsingar munu birtast hér á heimasíðunni þegar nær dregur um lokanir. En verkefni næstu daga eru eftirfarandi:

•    Víkurhóp nýlögn og umferð um götur eru takmarkaðar á meðan.

•    Norðurhóp 1-5 nýlögn og umferð um götur eru takmarkaðar á meðan.
•    Ægisgata yfirlögn frá Víkurbraut og niður fyrir Hafnargötu 6, báðar akbrautir yfirlagaðar og umferð á meðan takmörkuð.

•    Hafnargata 13-29 yfirlögn frá gatnamótum Ránargötu og að Hafnargötu 29, báðar akbrautir eru yfirlagðar og umferð á meðan takmörkuð.

•    Holuviðgerðir á Hópsbraut, Suðurhópi og Stamhólsvegi

 


Deildu ţessari frétt