Ferđagjöfin bíđur eftir ţér

  • Fréttir
  • 25. júní 2020
Ferđagjöfin bíđur eftir ţér

Allir einstaklingar, með lögheimili á Íslandi, fæddir 2002 og fyrr fá Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr frá íslenska ríkinu.

Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru og efla þannig íslenska ferðaþjónustu.

Við hvetjum alla til að kynna sér þá staði í Grindavík sem hægt er að nota ferðagjöfina. Hægt er að nota ferðagjöfina í afþreyingu, gistingu, mat og skemmtun. 

Sækja þarf gjöfina á Ísland.is með innskráningu. Ferðagjöfin er síðan notuð í gegnum app sem heitir Ferðagjöf og er sótt í App store eða Play store fyrir snjallsíma. Einnig er hægt að nýta ferðagjöfina beint í gegnum Ísland.is fyrir þá sem ekki notast við snjallsíma.

Nýta má Ferðagjöf hjá skilgreindum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar sem hafa skráð sig til þátttöku. Allar nánari upplýsingar má finna á ferðalag.is.

Gildistími ferðagjafarinnar er til og með 31.desember 2020.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 1. desember 2020

Tilbođ í anda Fjörugs föstudags

Fréttir / 30. nóvember 2020

Njótum augnabliksins – hér og nú

Fréttir / 27. nóvember 2020

Mikiđ úrval gjafavöru í Grindavík

Fréttir / 25. nóvember 2020

Kvenfélagskonur baka saman betra samfélag

Fréttir / 24. nóvember 2020

Gefđu aukagjafir um jólin

Fréttir / 23. nóvember 2020

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 19. nóvember 2020

Piss, kúkur og klósettpappír

Grunnskólafréttir / 18. nóvember 2020

Ţriđji bekkur í útikennslu á miđvikudögum

Tónlistaskólafréttir / 18. nóvember 2020

Kennsla í tónlistarskólanum 19. nóvember

Fréttir / 18. nóvember 2020

Miklar framkvćmdir í Kvikunni

Fréttir / 17. nóvember 2020

Jón Axel í NBA-nýliđavalinu á morgun

Fréttir / 17. nóvember 2020

Krakkar á Króki gleđja börn í Úkraínu

Fréttir / 16. nóvember 2020

Heimsendur matur úr Víđihlíđ