Fjölbreytt og spennandi starf

  • Fréttir
  • 22. júní 2020
Fjölbreytt og spennandi starf

Hermann Guðmundsson hefur undanfarin 20 ár verið við íþróttamiðstöðina. Hann lætur nú af störfum og við tekur Jóhann Árni Ólafsson

Hermann segir tilfinninguna að vera að fara á eftirlaun góða og upp úr standi öll sú uppbygging sem hefur átt sér stað í kringum mannvirkin undanfarin ár. Hann segir þær breytingar sem hafi átt sér stað góðar og að innleiðing breytinganna hafi gengið þokkalega.„Starfið hefur á þessum tíma breyst alveg helling. Það er orðið mun víðtækara þó starfsmönnum hafi ekki mikið fjölgað við íþróttamiðstöðina. Þá breyttist líka ýmislegt við það þegar til varð starf sviðsstjóra og ég hætti að heyra beint undir bæjarstjóra.“

Nýjar áheyrslur
Jóhann Árni segir að starfið leggist mjög vel í sig. Hann hafði áður verið í mörgum hlutverkum , hann hafi verið þjálfari, yfirþjálfari, sundkennari, forfallakennari og leikmaður. Hann hafi því ágætis hugmynd um hvað fari fram. Hann hafi þó komist að því þessar tvær vikur sem hann hefur verið í starfinu, hversu stórt starfið sé og hver mörgu þurfi að huga að. Starfið sé mjög fjölbreytt og spennandi. Aðspurður hvort búast megi við breyttum áherslum þegar Jóhann Árni tekur alveg við segir hann að það megi alltaf búast við nýjum áherslum með nýju fólki. 
„En það er gríðarlega mikil starfsreynsla á þessum vinnustað og ég ætla að læra af þeim líka, skoða hvað gengur vel og hvað má laga. Ég kem ekki inn með neinum látum og breyti öllu, það er margt virkilega vel gert“. 

Ekkert annað í boði en hótel
Hermann sagðist ekki vera mikið búinn að skipuleggja eftirlauna tímann sinn en Jóhann Árni sagðist vera búinn að hvetja hann til að kaupa húsbíl. Það stóð þó ekki til né heldur að plana útilegu. Fari hann á ferðalag verði ekkert annað í boði en að panta hótelgistingu. 

Viðtalið við þá Hermann og Jóhann Árna birtist fyrst í Járngerði sem lesa má í heild sinni hér. 


 


Deildu ţessari frétt