Hjóla- og göngudagar í Grindavík 24.-27. júní 2020

  • Fréttir
  • 22. júní 2020
Hjóla- og göngudagar í Grindavík 24.-27. júní 2020

Dagana 24.-27. júní nk. verða Hjóla- og göngudagar í Grindavík. Markmið verkefnisins er að ýta undir sjálfbæra þróun í samgöngum, með því að auka hlutdeild vistvænna og virkra samgangna. Að efla þekkingu og kenna reiðhjólaviðgerðir, hvetja til göngu og upphefja gildi þess að hreyfa sig í daglegum önnum fyrir eigin orku.

Dagskrá Hjóla- og gönguvikunnar verður að hluta til sýnileg almenningi með opnum viðburðum, kynningum, afsláttardögum, göngu og hjólaferðum, viðgerðarnámskeiðum og hjóladegi. Hjólavottunin er unnin meira með þeim fyrirtækjum og stofnunum sem taka þátt í verkefninu og verður vonandi til batnaðar þannig að Grindvíkingar og gestir muni upplifa bætta hjólaaðstöðu í komandi framtíð.

Fyrirtækjum gefst kostur á að fá mat á aðstöðu fyrir hjólandi starfsfólk og gesti frá sérfræðingum. Hjólavottun vinnustaða er tæki til að markvisst innleiða bætta hjólreiðamenningu. Áhugasömum fyrirtækjum er bent á að hafa samband við eggert@grindavik.is

Miðvikudagur 24. júní

9:00 - Gjáin - SETNING HJÓLA- OG GÖNGUDAGA
Kynning á Hjóla- og göngudögum, alþjóðlega göngusáttmálanum og hjólavottun vinnustaða.

13:00 – Gjáin - GENGIÐ UM GRINDAVÍK
Gönguferð um Grindavík þar sem aðstaðan er rýnd með starfsfólki Grindavíkurbæjar.  

14:45 – Gjáin - HJÓLAÐ UM GRINDAVÍK
Hjólaferð um Grindavík þar sem aðstaðan er rýnd með starfsfólki Grindavíkurbæjar.

Föstudagur 26. júní

8:00 – Húsnæði Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar - VIÐGERÐANÁMSKEIÐ FYRIR REIÐHJÓL
Námskeið þar sem farið er yfir undirstöðuatriði í viðhaldi reiðhjóla. Takmarkaður fjöldi kemst að. Skráning fer fram hér

14:00 – Húsnæði Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar - VIÐGERÐANÁMSKEIÐ FYRIR REIÐHJÓL
Námskeið þar sem farið er yfir undirstöðuatriði í viðhaldi reiðhjóla. Takmarkaður fjöldi kemst að. Skráning fer fram hér

Laugardagur 27. júní

BÍLLAUS DAGUR Í GRINDAVÍK
Íbúar eru hvattir til að skila bílinn eftir heima og fara sinna ferða hjólandi eða gangandi.

FRÍTT Í SUND
Frítt í sund fyrir þá sem mæta hjólandi eða gangandi.

10:00 – Íþróttahúsið - HJÓLADAGUR GRINDAVÍKUR
Skrifað undir Göngusáttmálann, hjólaþrautabrautir, hjólagarður, hjólaferðir, kynning á Hjólreiðadeild UMFG, ástandsskoðun Dr. Bæk og hjólavottun.

Reykjanes bike bjóða upp á 10% afslátt af viðgerðaþjónustu á Hjóla- og göngudögum á verkstæðinu að Þórkötlustöðum. Gott úrval af hjálmum, aukahlutum og nýjum eða notuðum hjólum.

Hjóla- og göngudagar í Grindavík eru samstarfsverkefni Grindavíkurbæjar, UMFG, Hjólafærni á Íslandi, Hjólavottunar á Íslandi, Bíllausa dagsins og Reykjanes bike. 


Deildu ţessari frétt