Hverfisskipulag í kynningu

  • Skipulagssvið
  • 16. júní 2020

Grindavíkurbær áformar á næstu árum að vinna hverfisskipulag fyrir þann hluta bæjarins sem ekki hefur verið deiliskipulagður. Verkefninu hefur verið skipt upp í áfanga og hefur verið ákveðið að byrja á að vinna hverfisskipulag fyrir stíga og vallahverfi í Grindavík.  

Á 507. fundi bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar þann 26. maí sl. var skipulagslýsing vegna hverfisskipulagsins samþykkt og jafnframt að lýsingin yrði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við 5. mgr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Svæðið sem lýsingin nær afmarkast af Víkurbraut í austri, Efstahrauni í suðri og Nesvegi í vestri og norðri. Ekkert deiliskipulag er til fyrir þetta þegar byggða hverfi. Markmið Grindavíkurbæjar með skipulagsgerðinni er að móta heildarstefnu og samræma ákvæði innan hverfisskipulagssvæðisins til að einfalda afgreiðslu leyfisveitinga og gera þær markvissari. Tilgangurinn er að auðvelda ákvörðunarferli vegna framkvæmda og uppbyggingar á svæðinu. Einnig að sjálfbær þróun og hagsmunir íbúa verði ætíð hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatöku.

Svæðið sem nú er fyrirhugað að skipuleggja er afmarkað með rauðri brotalínu á mynd 4 í skipulagslýsingunni. Skipulagssvæðið er um 27,5 ha að stærð og er í eigu Grindavíkurbæjar.  

Gefinn er frestur til og með 26.júní 2020 til að skila inn umsögn. 

Umsagnir skal senda skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar og merkja, Hverfisskipulag – 1.áfangi, Víkurbraut 62, 240 Grindavík.  

Hér má nálgast hverfisskipulagið á PDF formi


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum