Myndband: Sauđburđur í Grindavík

  • Fréttir
  • 4. júní 2020

Eitt af því skemmtilega sem einkennir Grindavík er sveitin, hin svokallaða grindvíska sveit. Frá örófi alda hefur búskapur fylgt svæðinu þó fiskveiðar hafi verið megin atvinnugreinin, sem nú er sú stærsta ásamt ferðaþjónustunni. Hér eru þó áhugabændur sem sinna sínu og hápunkturinn á hverju ári er sauðburður  og síðan að sjálfsögðu réttirnar í haust.

Fyrir um hálfum mánuði stóð sauðburður sem hæst í sveitum landsins og þar var grindvíska sveitin engin undantekning. Við fengum að kíkja við í fjárhúsin sem standa við Bakkalág og er í eigu systkinanna Þórlaugar og Birgis oftast kennd við Hóp. Þegar við litum við var sótt í gangi hjá þremur kindum og von á að lítil lömb litu dagsins ljós hvað og hverju. Algengast er að eitt til tvö lömb mæti á svæðið en við áttum von á óvæntri uppákomu. 

Meðan myndavélar voru gerðar klárar, gerði lítil hagamús vart við sig á kaffistofunni eða öllu heldur koníaksstofunni eins og Birgir Guðmundsson, eða Biggi á Hópi eins og hann er kallaður, nefndi stofuna. Ekki nóg með að músin liti inn í koníaksstofuna þá brá hún sér ofan í annan skóinn hans Bigga og lét fara vel um sig. Þar til hún var ónáðuð og tekin upp á myndband. Þá stökk hún út og lét sig hverfa.

Lömbin fá smá fæðubótaefni eftir að þau mæta á svæðið sem m.a. er AB mjólk til að koma þarmaflórunni í gang. Og það er misjafn tími milli lamba, næstu koma oft nokkrum mínútum síðar upp í allt að hálftíma segir Biggi. Þá er þetta líka misjafnt eftir því hversu lengi sóttin hefur staðið yfir. Og það er nóg af lömbum þetta sumarið hjá þeim á Hópi eða um 100 talsins hjá um 57 kindum. 

Kindurnar bera ekki alltaf fyrirhafnarlaust þó oftast gangi þeim vel. Það kemur fyrir að aðstoða þurfti kindina því oft eru lömbin með stór horn sem hindra komu þeirra í heiminn. Þá þarf að liðka fyrir og það gerðist einmitt á meðan á heimsókninni í fjárhúsin á Hópi stóð.  

Lömbin í ár eru stór að sögn Þórlaugar Guðmundsdóttur, sem á um helming lambanna þetta sumarið á móti Birgi bróður sínum. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!