Starfsmenn Grindavíkurbćjar hafa fengiđ sumargjöf

  • Fréttir
  • 2. júní 2020
Starfsmenn Grindavíkurbćjar hafa fengiđ sumargjöf

Grindavíkurbær ákvað á dögunum að gefa öllum starfsmönnum bæjarins tíu þúsund króna gjafabréf til úttektar í fyrirtækjum í Grindavík. Þetta var samþykkt í bæjarráði 5. maí. Var ákveðið að veita starfsmönnum gjafabréfið í ljósi þeirrar einstöku stöðu sem verið hefur að undanförnu vegna kórónufaraldursins og framlags starfsmanna við að leysa úr málefnum bæjarfélagsins í því sambandi. Starfsmenn hafa því nú fengið umbun í formi gjafabréfs sem nýta má til úttektar hjá fyrirtækjum heimamanna í Grindavík. Gjafabréfið er á sama tíma stuðningur við þau fyrirtæki sem urðu fyrir skakkaföllum í kórónuveirufaraldrinum og því eru starfsmenn beðnir um að skoða vel á gjafabréfinu hvar ávísunin gildir. 

 


Deildu ţessari frétt