Grindavík vann Snćfell í hörku leik

  • Fréttir
  • 25. mars 2009

Grindavík lagði Snæfell að velli í Stykkishólmi með 84 stigum gegn 81 í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta og leiðir einvígið 2-0. Vinni Grindavík þriðja leikinn í Grindavík á laugardaginn eru okkar menn komnir í úrslitin um titilinn.

Leikurinn var æsispennandi allan tímann. Páll Axel Vilbergsson var ekki með vegna meiðsla en í staðinn stigu aðrir leikmenn upp og þetta var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar. Brenton Birmingham skoraði 23 stig fyrir Grindavík, Þorleifur Ólafsson 17, Arnar Freyr Jónsson 12 og Nick Bradford 10.
,,Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Snæfell er með eitt besta lið landsins og þeir eru sérstaklega erfiðir heim að sækja. Við vissum að þeir myndu selja sig dýrt hér í dag," sagði Bandaríkjamaðurinn Nick Bradford við vísi.is eftir leikinn.
„Við vorum klárir í baráttuna en mér fannst sóknarleikurinn í síðari hálfleik hjá okkur ekkert sérstakur. Vonandi klárum við dæmið á laugardag," sagði Bradford sem hefur augljóslega gaman af því að spila á útivöllum og var oftar en ekki að tala við stúkuna í leiknum.
„Ég elska að spila á útivöllum. Það er sérstaklega gaman þegar áhorfendur öskra á mig og ég hef bara gaman af því. Annars hrósa ég liðsfélögum mínum í dag, þeir spiluðu vel en ég var ekkert sérstakur."


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!