Fundur 507

  • Bćjarstjórn
  • 27. maí 2020

507. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 26. maí 2020 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Sigurður Óli Þórleifsson, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Guðmundur L. Pálsson, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Páll Valur Björnsson, aðalmaður og
Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Fannar Jónasson, bæjarstjóri. 

Fundargerð ritaði:  Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Í upphafi fundar óskaði forseti eftir að taka á dagskrá mál með afbrigðum sem 1. mál á dagskrá: 
 
Kosning í bæjarráð, sbr. 27. gr. og A lið 47. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar - mál 1806025. 
 
Samþykkt samhljóða

Dagskrá:

1.     Kosning í bæjarráð, sbr. 27. gr. og A lið 47. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar - 1806025
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Forseti bæjarstjórnar leggur til að eftirfarandi verði kjörin í bæjarráð næsta árið: 

Hjálmar Hallgrímsson formaður 
Sigurður Óli Þórleifsson varaformaður 
Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir 

Áheyrnarfulltrúar með málfrelsi og tillögurétt: 

Helga Dís Jakobsdóttir 
Páll Valur Björnsson 

Varamenn taka sæti í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalmenn og áheyrnarfulltrúar forfallast. 

Samþykkt samhljóða 
        
2.     Sumarstörf 2020 - 2004020
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Páll Valur og Helga Dís. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun Vinnuskólans árið 2020 að fjárhæð 122.200.000 kr. sem fjármagnaður verði með framlagi frá Vinnumálastofnun að fjárhæð 5.400.000 kr. og lækkun á handbæru fé um 116.800.000 kr. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs og heimilar sviðsstjóra frístunda-og menningarsviðs að flokka viðaukann á útgjaldaliði Vinnuskólans.
        
3.     Flöggun á fánadögum - 2003040
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Björgunarsveitin Þorbjörn samþykkir að taka að sér að flagga á fánadögum. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 550.000. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð 550.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
4.     Salernisaðstaða við Hópið - 2004037
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 að fjárhæð 600.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs. 
        
5.     Gjafabréf til starfsmanna Grindavíkurbæjar 2020 - 2004036
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Páll Valur, Guðmundur og bæjarstjóri. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsátætlun 2020 að fjárhæð 2.500.000 kr. á rekstrareininguna 21611 og að viðaukinn komi til lækkunar á handbæru fé. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gefa fastráðnum starfsmönnum sem voru í starfi í maí 10.000 kr. gjafabréf til nota í fyrirtækjum í Grindavík samkvæmt lista sem samþykktur var af bæjarráði. 

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt viðaukabeiðnina samhljóða.
        
6.     Malbikun gatna 2020 - 2004017
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 6.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á liðnum "Nýjar götur í Víðigerði". 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarráðs.
        
7.     Túngata 1 - umsókn um byggingarleyfi - 2005050
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Umsókn um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Túngötu 1. Um er að ræða að eigandi húsnæðisins óskar eftir því að stækka íbúð á 1. hæð á kostnað bílskúrs, þ.e.a.s. bílskúrnum er breytt í íbúð og byggt á milli húsa. Einnig ætlar húseigandi að byggja bíslag við 2. hæð. 

Skipulagsnefnd telur að breytingin hafi óveruleg áhrif á útsýni, innsýn, skuggavarp og nýtingarmöguleika. 

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
8.     Víkurhóp 16-22 - breyting á deiliskipulagi - 2005015
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Grindin ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar. Óskað er eftir að fækka íbúðum úr 4 í 3. 

Skipulagsnefnd telur að breytingin hafi engin áhrif á útsýni, innsýn, skuggavarp né nýtingarmöguleika. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. 

Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við færslu á innviðum á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar. 

Erindinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
9.     Víkurhóp 57 - umsókn um lóð - 2005049
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri og Páll Valur. 

Bjarg íbúðarfélag sækir um lóðina Víkurhóp 57. Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina. 

Erindi vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða umsóknina.
        
10.     Hverfisskipulag í Grindavík - 1909137
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Guðmundur. 

Skipulagslýsing á hverfiskipulagi valla- og stígahverfi lögð fram. 

Skipulagsnefnd samþykkti skipulagslýsinguna á 72. fundi sínum með þeirri breytingu að raðhúsin við Efstahraun 2-20 verði utan þessa hverfisskipulags. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og umsagnaraðilum ásamt því að hún verði kynnt almenningi í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindi vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
11.     Víkurhóp 10-14 - breyting á deiliskipulagi - 2005014
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Grindin ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar. Óskað er eftir að fækka íbúðum úr 3 í 2. 

Skipulagsnefnd telur að breytingin hafi engin áhrif á útsýni, innsýn, skuggavarp né nýtingarmöguleika. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. 

Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við færslu á innviðum á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar. 

Erindinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar.
        
12.     Skólahúsnæði: Hönnun og framkvæmdir - 1802069
    Til máls tóku: Sigurður Óli og Hjálmar. 

Forseti leggur til að Arna Björg Rúnarsdóttir fari í byggingarnefnd Hópsskóla í stað Jónu Rutar Jónsdóttur. 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
        
13.     Breytingar á aðal- og varamanni í frístunda og menningarnefnd - 2005082
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Lögð fram tillaga um að Irmý Rós Þorsteinsdóttir verði aðalmaður í frístunda- og menningarnefnd í stað Jónu Rutar Jónsdóttur og Margrét Kristín Pétursdóttir verði varamaður. 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
        
14.     Skipulagsnefnd - umferðar og öryggismál - 2001044
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Skipulagsnefnd hefur valið Eydísi Ármannsdóttur, Bergstein Ólafsson og Vilhjálm Árnason til ráðgjafar við skipulagsnefnd í umferðar- og öryggismálum og óskar staðfestingar á því í bæjarstjórn. 

Jafnframt er óskað staðfestingar á því að umræddir aðilar fái greidd nefndarlaun í samræmi við reglur bæjarins. 

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða val skipulagsnefndar og samþykkir jafnframt að þeir fái greidd nefndarlaun í samræmi við reglur bæjarins.
        
15.     Ársuppgjör 2019 - Grindavíkurbær og stofnanir - 1912048
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri, Guðmundur, Hjálmar, Hallfríður og Páll Valur. 

Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana hans fyrir árið 2019 er tekinn til síðari umræðu. Vísað er til yfirferðar endurskoðenda við fyrri umræðu þann 28. apríl síðastliðinn. Engar breytingar hafa orðið á ársreikningnum frá fyrri umræðu. Endurskoðandi Grindavíkurbæjar mun árita ársreikninginn með fyrirvaralausri áritun. 

Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn samhljóða með undirritun sinni.
        
16.     Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002012
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, bæjarstjóri, Páll Valur, Helga Dís, Hjálmar og Guðmundur. 

Fundargerð 881. fundar, dags. 24. apríl sl. er lögð fram til kynningar.
        
17.     Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002012
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Páll Valur og Helga Dís. 

Fundargerð 882. fundar, dags. 29. apríl sl. er lögð fram til kynningar.
        
18.     Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002012
    Til máls tóku: Sigurður Óli, bæjarstjóri og Páll Valur. 

Fundargerð 883. fundar, dags. 8. maí sl. er lögð fram til kynningar.
        
19.     Bæjarráð Grindavíkur - 1546 - 2005002F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Birgitta, Guðmundur, Páll Valur, Helga Dís, bæjarstjóri, Hjálmar og Hallfríður. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
20.     Bæjarráð Grindavíkur - 1547 - 2005004F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, bæjarstjóri, Birgitta, Guðmundur, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Páll Valur, Helga Dís og Hjálmar. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
21.     Bæjarráð Grindavíkur - 1548 - 2005012F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Birgitta, Hjálmar, Helga Dís, Guðmundur og Páll Valur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
22.     Umhverfis- og ferðamálanefnd - 44 - 2005007F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Hallfríður, Birgitta, Guðmundur, Páll Valur, Helga Dís, Hjálmar og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
23.     Frístunda- og menningarnefnd - 94 - 2004010F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Guðmundur, Páll Valur, Hjálmar, Birgitta, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hallfríður og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
24.     Frístunda- og menningarnefnd - 95 - 2005001F 
    Til máls tók: Sigurður Óli. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
25.     Skipulagsnefnd - 72 - 2005010F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Guðmundur, Birgitta, Hjálmar, Páll Valur, Helga Dís, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hallfríður og bæjarstjóri 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
26.     Fræðslunefnd - 96 - 2004014F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, bæjarstjóri, Hjálmar, Birgitta, Hallfríður, Páll Valur og Guðmundur. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        
27.     Fræðslunefnd - 97 - 2005013F 
    Til máls tóku: Sigurður Óli, Helga Dís, Birgitta, Guðmundur, Páll Valur, Hallfríður, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar og bæjarstjóri. 

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
        

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45.
 


Deildu ţessari frétt

A?RAR FUNDARGER?IR

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 17. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 15. september 2020

Fundur 1557

Afgreiđslunefnd byggingamála / 9. september 2020

Fundur 47

Bćjarráđ / 8. september 2020

Fundur 1556

Frćđslunefnd / 17. september 2020

Fundur 100

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Bćjarráđ / 1. september 2020

Fundur 1555

Skipulagsnefnd / 31. ágúst 2020

Fundur 76

Frístunda- og menningarnefnd / 3. september 2020

Fundur 97

Frćđslunefnd / 20. ágúst 2020

Fundur 99

Bćjarstjórn / 25. ágúst 2020

Fundur 509

Skipulagsnefnd / 17. ágúst 2020

Skipulagsnefnd, fundur 75

Bćjarráđ / 11. ágúst 2020

Fundur 1554

Bćjarráđ / 15. júlí 2020

Bćjarráđ, fundur nr. 1553

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 8. júlí 2020

Fundur 46

Bćjarstjórn / 30. júní 2020

Fundur 508

Öldungaráđ / 15. júní 2020

Fundur 7

Öldungaráđ / 23. janúar 2020

Fundur 6

Bćjarráđ / 23. júní 2020

Fundur 1552

Skipulagsnefnd / 22. júní 2020

Fundur 74

Bćjarráđ / 16. júní 2020

Fundur 1551

Umhverfis- og ferđamálanefnd / 10. júní 2020

Fundur 45

Frístunda- og menningarnefnd / 10. júní 2020

Fundur 96

Afgreiđslunefnd byggingamála / 11. júní 2020

Fundur 45

Bćjarráđ / 9. júní 2020

Fundur 1550

Frćđslunefnd / 4. júní 2020

Fundur 98

Skipulagsnefnd / 3. júní 2020

Fundur 73

Bćjarráđ / 2. júní 2020

Fundur 1549

Bćjarstjórn / 26. maí 2020

Fundur 507

Skipulagsnefnd / 18. maí 2020

Fundur 72