Listasmiđja barna í Húllinu

  • Fréttir
  • 3. júní 2020
Listasmiđja barna í Húllinu

Fimmtudaginn 4. júní kl.14:00 fer fram listasmiðja barna undir stjórn Kristínar Pálsdóttur og Halldóru Sigtryggsdóttur. Smiðjan verður utandyra og er ætlunin að skreyta Húllið – hátíðarsvæðið neðan við Kvikuna. Efniviðurinn er gallaefni og garn og er tekið við notuðum fötum og garni í Kvikunni alla daga fram að smiðju. Listasmiðjan er haldin í kjölfar íþróttadags grunnskólans.

Börnin mæta í Kvikuna kl. 14:00 þar sem farið verður yfir helstu atriði áður en hafist er handa við skreytingarnar. Ekki þarf að skrá þátttöku.

Athugið að smiðjan er ætluð börnum á grunnskólaaldri sem geta unnið sjálfstætt því ekki er hægt að bjóða upp á eiginlega gæslu. Einnig er möguleiki að börn komi í fylgd forráðamanns ef þess er óskað.


Deildu ţessari frétt