Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

  • Fréttir
  • 26. maí 2020
Dagskrá bćjarstjórnarfundarins í dag

Bæjarstjórn Grindavíkur kemur saman til fundar í dag kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal Grindavíkur. Fundurinn verður venju samkvæmt einnig í beinni útsendingu á Youtube-rás Grindavíkurbæjar.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 

Almenn mál
1.     2004020 - Sumarstörf 2020
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun Vinnuskólans árið 2020 að fjárhæð 122.200.000 kr. sem fjármagnaður verði með framlagi frá Vinnumálastofnun að fjárhæð 5.400.000 kr. og lækkun á handbæru fé um 116.800.000 kr.
        
2.     2003040 - Flöggun á fánadögum
    Björgunarsveitin Þorbjörn samþykkir að taka að sér að flagga á fánadögum. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 550.000. 
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð 550.000 kr. sem komi til lækkunar á handbæru fé.
        
3.     2004037 - Salernisaðstaða við Hópið
    Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 að fjárhæð 600.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé. 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
        
4.     2004036 - Gjafabréf til starfsmanna Grindavíkurbæjar 2020
    Bæjarráð samþykkir að gefa starfsmönnum sem eru í starfi í maí 2020 10.000 kr. gjafabréf til nota í fyrirtækjum í Grindavík samkvæmt lista sem samþykktur var á fundinum. 

Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsátætlun 2020 að fjárhæð 2.500.000 kr. á rekstrareininguna 21611 og að viðaukinn komi til lækkunar á handbæru fé.
        
5.     2004017 - Malbikun gatna 2020
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka að fjárhæð 6.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á liðnum "Nýjar götur í Víðigerði".
        
6.     2005050 - Túngata 1 - umsókn um byggingarleyfi
    Umsókn um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Túngötu 1. Um er að ræða að eigandi húsnæðisins óskar eftir því að stækka íbúð á 1. hæð á kostnað bílskúrs, þ.e.a.s. bílskúrnum er breytt í íbúð og byggt á milli húsa, einnig ætlar húseigandi að byggja bíslag við 2. hæð. 

Skipulagsnefnd telur að breytingin hafi óveruleg áhrif á útsýni, innsýn, skuggavarp og nýtingarmöguleika. 

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
        
7.     2005015 - Víkurhóp 16-22 - breyting á deiliskipulagi
    Grindin ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar. Óskað er eftir að fækka íbúðum úr 4 í 3. 

Skipulagsnefnd telur að breytingin hafi engin áhrif á útsýni, innsýn, skuggavarp né nýtingarmöguleika. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. 

Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við færslu á innviðum á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar. 

Erindinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
        
8.     2005049 - Víkurhóp 57 - umsókn um lóð
    Bjarg íbúðarfélag sækir um lóðina Víkurhóp 57. Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina. 

Erindi vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
        
9.     1909137 - Hverfisskipulag í Grindavík
    Skipulagslýsing á hverfiskipulagi valla- og stígahverfi lögð fram. 

Skipulagsnefnd samþykkti skipulagslýsinguna á 72. fundi sínum með þeirri breytingu að raðhúsin við Efstahraun 2-20 verði utan þessa hverfisskipulags. 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og umsagnaraðilum ásamt því að hún verði kynnt almenningi í samræmi við 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindi vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
        
10.     2005014 - Víkurhóp 10-14 - breyting á deiliskipulagi
    Grindin ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi norðan Hópsbrautar. Óskað er eftir að fækka íbúðum úr 3 í 2. 

Skipulagsnefnd telur að breytingin hafi engin áhrif á útsýni, innsýn, skuggavarp né nýtingarmöguleika. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. 

Lóðarhafi ber að greiða allan þann kostnað sem af breytingunni hlýst. Auk hinnar eiginlegu skipulagsvinnu þá má t.d. nefna kostnað sem verður til við færslu á innviðum á skipulagssvæðinu vegna breytingarinnar. 

Erindinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
        
11.     1802069 - Skólahúsnæði: Hönnun og framkvæmdir
    Skipa þarf nýjan fulltrúa í bygginganefnd Hópsskóla í stað Jónu Rutar Jónsdóttur.
        
12.     2005082 - Breytingar á aðal- og varamanni í frístunda og menningarnefnd
    Tillaga um að Irmý Rós Þorsteinsdóttir verði aðalmaður í frístunda- og menningarnefnd í stað Jónu Rutar Jónsdóttur 
        
13.     2001044 - Skipulagsnefnd - umferðar og öryggismál
    Skipulagsnefnd hefur valið Eydísi Ármannsdóttur, Bergstein Ólafsson og Vilhjálm Árnason til ráðgjafar við skipulagsnefnd í umferðar- og öryggismálum og óskar staðfestingar á því í bæjarstjórn. 

Jafnframt er óskað staðfestingar á því að umræddir aðilar fái greidd nefndarlaun í samræmi við reglur bæjarins.
        
14.     1912048 - Ársuppgjör 2019 - Grindavíkurbær og stofnanir
    Ársreikningur 2019 lagður fram til síðari umræðu.
        
Fundargerðir til kynningar
15.     2002012 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020
    Fundargerð 881. fundar dags. 24. apríl sl. lögð fram.
        
16.     2002012 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020
    Fundargerð 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29. apríl 2020 lögð fram.
        
17.     2002012 - Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga 2020
    Fundargerð 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 8. maí 2020 lögð fram.
        
18.     2005002F - Bæjarráð Grindavíkur - 1546
        
19.     2005004F - Bæjarráð Grindavíkur - 1547
        
20.     2005012F - Bæjarráð Grindavíkur - 1548
        
21.     2005007F - Umhverfis- og ferðamálanefnd - 44
        
22.     2004010F - Frístunda- og menningarnefnd - 94
        
23.     2005001F - Frístunda- og menningarnefnd - 95
        
24.     2005010F - Skipulagsnefnd - 72
        
25.     2004014F - Fræðslunefnd - 96
        
26.     2005013F - Fræðslunefnd - 97
 


Deildu ţessari frétt