4.Á og 6.GD mćtast í úrslitum spurningakeppni miđstigsins

  • Grunnskólafréttir
  • 20. maí 2020

Það verða 4.Á og 6.GD sem munu mætast í úrslitaleik spurningakeppni miðstigsins á föstudaginn. Liðin fóru með sigur af hólmi í viðureignum sínum í undanúrslitum eftir tvær spennandi viðureignir.

4.Á mættu jafnöldrum sínum í 4.S. Viðureignin var æsispennandi og skiptust liðin á að hafa forystuna. Fyrir síðustu flokkaspurningar leiddi 4.Á með 5 stigum en 4.S átti möguleik á að ná sér í 6 stig í þeim flokki. Það tókst ekki og 4.Á vann að lokum 28-20 og tryggði sér því sæti í úrslitaleiknum.

Í hinni viðureigninni mættust 6.GD og 6.G. Þar var sömuleiðis mikil spenna og lítið á milli liðanna. Þau skiptust á að vera yfir og fyrir flokkaspurningarnar leiddi 6.G. Það voru hins vegar nemendur 6.GD sem hafði betur að lokum og unnu 19-18 sigur.

Úrslitaviðureignin fer fram á föstudaginn en þá koma allir miðstigs í salinn að fylgjast með auk þess sem nemendur 3.bekkja koma í heimsókn. 4.Á verður blár í þessari viðureign en 6.GD verður gulur.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá undanúrslitaviðureignunum.















Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun