Fór til Fćreyja međ Gullfossi, sendi flöskuskeyti og fékk svar úr Grindavík

  • Fréttir
  • 30. mars 2020
Fór til Fćreyja međ Gullfossi, sendi flöskuskeyti og fékk svar úr Grindavík

Yfir 50 ára gamalt bréf frá Guðna Gústafssyni kom í leitirnar um daginn þegar Ragnhildur Ragnarsdóttir, fyrrum blaðamaður og kennari var við tiltekt í bílskúrnum hjá sér. Ragnhildur fór árið 1965 til Færeyja með skipinu Gullfossi þá 11 ára gömul. Ferðina fór hún í ásamt foreldrum sínum og systur en hún setti flöskuskeytið í sjóinn skömmu eftir brottför frá Íslandi. 

Hún fékk svar sama ár frá Guðna Gústafssyni sem þá var búsettur við Víkurbraut 25 í Grindavík. Guðni segist í bréfinu hafa fundið flöskuskeytið í Staðarhverfi og sendi henni svarbréf í kjölfarið. 

"Ég fór í bílskúrinn, fann rúmlega 50 ára gamalt albúm og tók mynd af einni myndinni. Hún er tekin á heimleiðinni frá Færeyjum. Ég er þarna i klefa um borð í Gullfossi með nýjar leikbrúður. Ég fór i ferðina með foreldrum mínum og systur. Flöskuskeytið fór í sjóinn skömmu eftir brottför á leið frá Íslandi." Segir Ragnhildur en hún sendi tölvupóst til bæjarins þegar hún fann bréfið. 

Ragnhildur vann sem blaðamaður í mörg ár. Fyrst hjá dagblaðinu og svo hjá DV eftir sameiningu blaðanna í kringum 1983. "En þar áður var ég fréttaritari hjá Dablaðinu, þá búsett á Höfn í Hornafirði þar sem ég kenndi líka. Blaðamennska er skemmtilegasta starf sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Síðan fór ég í myndlistarskóla og svo kennaraháskóla. Hef lengst af starfað við kennslu. Flutti úr Reykjavík í Garðinn fyrir 14 árum og er nýhætt að kenna í Gerðaskóla. Myndmennt er mín sérgrein. Nú hef ég verið að fara í gegn um myndir og pappíra. Þá fann ég bréfið fræga ásamt fullt af blaðaúrklippum með greinum sem ég hef skrifað síðan ég var með neytendasíðuna hjá DV. 

Ragnhildur sagði verst að hún hefði ekki fundið flöskuskeytið sem hún skrifaði því Guðni hafði sent það með bréfinu. Við færum Ragnhildir bestu þakkir fyrir að senda okkur þetta skemmtilega bréf. 

Ragnhildur Ragnarsdóttir


Deildu ţessari frétt