Hvatningarverđlaun Grindavíkurbćjar í frćđslumálum

  • Fréttir
  • 27. mars 2020

Til að auka jákvæða umfjöllun um skólastarf og/eða fræðslustarf í Grindavík eru veitt hvatningarverðlaun í fræðslumálum. Hvatningarverðlaunin eru hrós til þeirra sem hafa sýnt framúrskarandi vinnu í skólastarfi og/eða fræðslustarfi í Grindavík. Þau eru einnig hugsuð sem staðfesting á að viðkomandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til.

Auglýst er eftir tilnefningum að verkefnum innan Grindavíkurbæjar sem þykja skara fram úr og vera til eftirbreytni. Hægt er að tilnefna kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskóla, tónlistarskóla, félagsmiðstöð og skólaseli í Grindavík. Allir geta komið tilnefningu á framfæri með því að senda inn upplýsingar á netfangið ingamaria@grindavik.is fyrir 10. apríl 2020.

Fræðslunefnd velur úr tilnefningum á fundi fræðslunefndar í maí og afhendir verðlaunin í lok skólaársins.
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir